Janúar er oftast frekar kaldur, kaldari en desember finnst mér. Ég ætla taka fyrir rakagefandi og nærandi vörur fyrir hárið þar sem að það verður dekrað við hárið í jánúar.

 

MUST HAVE FYRIR ÞENNAN MÁNUÐ ER:

HYDRATE.ME MASQUE FRÁ KEVIN MURPHY:
Raka B.O.M.A fyrir hárið. Inniheldur Kakadu Plum sem hefur hæsta gildi af C-Vítamíni af öllum þekktum plöntum, læsir rakann vel inn í hárinu og mýkir það. Einnig inniheldur varan sjávarþang, rose hip og evening primrose olíur sem eru fullar af andoxunarefnum og vítamínum sem gefa raka, styrk og mýkja hárið. Maskann á að nota eftir sjampó í rakt hárið. Gott að þerra það létt með handklæði og láta svo bíða í fimm til tíu mínútur.

BAMBUS HÁRBURSTI FRÁ BODYSHOP
Þessi bursti er ótrúlega góður fyrir allar hártegundir. Burstinn virkar í hár sem flækjist mikið og rífur ekki í hárið. Gott er að bursta í hársvörðinn og gefa smá nudd með burstanum en það eykur blóðflæðið í hársverðinum. Hann er tilvalinn í að bursta hárið á meðan þú ert með djúpnærginuna í hárinu. Næringin nær þá í hvert einasta hár og ert að nudda í leiðinni.

STAYING.ALIVE frá KEVIN MURPHY
Létt leave-in næringarsprey sem sett er í rakt hárið. Heldur nátturulega raka hársins og gefur því „boost.“ Eins og nafnið segir til um þá er varan að halda hárinu á lífi. Staying.alive styrkir ekki bara og mýkir heldur inniheldur það piparkorn sem örva blóðstreymið og hárvöxt. Þyngir ekki og hentar öllum hártýpum.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa