Nú virðast hárvítamin vera út um allt. Hérlendis erum við aðallega með hárkúr frá Gula miðanum, SugerbearHair, Hairburst og GeoSilica fyrir hár, húð og neglur.
Ég ákvað að rannsaka innihaldið og finna út hvað væri best að gera í sambandi aukinn vöxt, sterkara hár og til að minnka hálos.

Hár vex um 1 cm á mánuði, en það getur verið minna og getur verið meira. Hver og einn einstaklingur er með ákveðið mikið af hársekkjum sem þýðir það að ef þú ert með þykkt hár þá ertu með fleiri hársekki heldur en næsta manneskja sem er með mjög lítið og þunnt hár. Það er ekki hægt að fjölga hársekkjunum svo við ættum að læra að elska hárið okkar eins og það er. Það er margt sem hefur áhrif á hárvöxtinn okkar, hann getur bæði minnkað og aukist. Ef óheilbrigður lífstíll er til staðar; til dæmis óhollusta, næringarskortur, stress/álag, vöðvabólga, lyf, slæmar hárvörur, sjálfsofnæmi og fleira getur það haft neikvæð áhrif á hárvöxt og heilbirgði hárs. Hollt og gott matarræði, hreyfing og slökun hefur góð áhrif á hárvöxtinn og þá aðalega á blóðrásina sem fer með næringuna út í hársekkina.

Hárkúr- Guli miðinn 

Notkun: 2 hylki á dag með mat
Magn: 2 stærðir: 180 hylki og 60 hylki
Verð: Stærri 180- 2765 kr. Stór 60 – 1011 kr

Vít. B-3 níasínamíð 10 mg
Vít. B-5 pantótensýra 25 mg
Vít. B12 síanókóbalamín 1,5 µg
Bíotín 100 µg
Fólínsýra 7 µg
Járn ferrus sukksínat 5 mg
Sink sink glúkonat 1 mg
Mangan 300 µg
Kopar 250 µg
Magnesíum magn. oxíð 1,5 µg
Kalíum 500 µg
L-Systín HCL 33 mg
DL-Metíónín 30 mg
Lesitín 6 mg
Kólín bítartrat 63 mg
PABA 7 mg
Inósítól 38 mg
Kelp þari 15 mg
Selen 1 µg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.

SugerbearHair

Notkun: 2 á dag
Magn: 60 hylki
Verð: 5490 – 5990 kr 

*SugarBearHair vítamíninn innihalda ekki hveiti, glutein, soja, mjólk, egg, fisk, naut, svín né hnetur. Made in an allergen safe facility.

Hairburst 

Notkun: 2 á dag
Magn: 60 hylki
Verð: 5200 kr – 5700 kr

Til eru þrjár tegundir: Hairburst, Hairburst gúmmí og fyrir nýbakaðar mæður.

 

GeoSilica- Húð, Hár og Neglur

Notkun: Ein matskeið á dag
Magn: 300 ml
Verð: 4900 kr – 5200 kr

Magn steinefna í hverri flösku:

Kísill 200 mg/10ml

Sink 10 mg/10 ml

Kopar 0,5mg/10 ml

Varan inniheldur engin aukaefni. Rannsóknir sýna að kísilsteinefni stuðlar að skilvirkari myndun kollagens í líkamanum. Þannig getur geoSilica Renew styrkt húðina og gert hana stinnari. GeoSilica Renew getur einnig grynnkað örhrukkur og lagað húðskemmdir af völdum of mikils sólarljóss.
GeoSilica Renew er sink- og koparbætt. Sink og kopar eru  lífsnauðsynleg steinefni  en rannsóknir sýna að þau stuðla að styrkingu nagla og hárs auk þess að minnka hárlos og klofna enda. geoSilica Renew er sérstaklega hannað og þróað af geoSilica til að styrkja húð, hár og neglur. 30 skammtar í flösku. Þessi vara er skráð hjá Vegan Society.

Hvaða vítamín þarf hárið?

Silica er talið undra efni, hægt er að lesa til um það hérna. Eins og stendur er Kísill eitt af nauðsynlegum næringarefnum til vaxtar og viðhalds lifandi vera. Þar sem Geosilica er 100% hreint steinefni og viðbætt kopar og sink þá mæli ég hiklaust með því.
Biotin eða B Complex er efst á lista eftir Silica. Egg, möndlur og hnetur, hafrar, sætar kartöflur, sveppir, ostur og spínat innihalda Biotin.
B vítamín – B1, B2, B3, B5, B6, B7, B9, B12. Kjöt, egg, hnetur, hafrar og grænmeti innihalda B vítamin. B vítamin hefur áhrif á orkunar okkar, vöðva, taugar, húð, neglur og hár.
Niacin er einnig í B vitamín fjölskyldunni (B3), sér um hársvörðin og hárvöxt. Hárið getur orðið viðkvæmt, líflaust og jafnvel dottið af ef þér vantar Niacin. Kalkúnn,kjúklingur, avocado, sveppir og túnfiskur er matur sem þú færð niacin frá.
C Vítamín sem styrkir ekki bara ofnæmiskerfið heldur hjálpar það hárinu við vöxt og styrk þess. C vítamín finnst til dæmis í paprikum, appelsínum, kíwí, jarðaberjum og brokkóli.
D Vítamín er eitthvað sem við hérna á Íslandi þurfum að taka aukalega. Þú hefur kannski tekið eftir að þegar þú ferðast til sólalanda þá vex hárið og neglurnar hraðar? En þú finnur D vítamin í feitum fisk, til dæmis laxi og túnfiski en líka í eggjum, sveppum og mjólk.
Prótein er eitt af því sem hár er gert úr,  próteinrík fæða gefur þér gott hár.
E vítamín er andoxunar efni sem lagar og byggir upp hárið. Möndlur, fræ, avocado og brokkolí innihalda E vítamín.
A Vítamín er líka vítamín sem kemur í veg fyrir þurrt og líflaust hár og þú finnur það í gulrótum, melónum og dökkgrænu grænmeti.
Sink getur haft mikil áhrifa á hárvöxt, sumir sérfræðingar telja að sink skortur leiðir til niðurbrots protein uppbyggingu hársekkjana sem veldur því að hárið verði brothætt, viðkvæmt og dettur af. Þú finnur sink í spínati, hnetum, kjúklingabaunum, eggjum og sætum kartölfum.
Járn, með því að taka inn C vitamin eykur þú upptöku járns í blóðinu. Járnskortur hefur mikil áhrif á allan líkaman. Járn er ekki vatnsleysanlegt og þarf að fara varlega með það. Þú finnur járn í kasjuhnetur, fíkjur og berjum. Best er að taka in C vitamin til þess að auka upptöku járns.

Ég tók saman þessi vítamin/steinefni sem hárið þarf og setti saman í töflu, hérna sjáið þið í hvaða tilnefndu hárvítamínum hægt er að finna tilheyrandi vitamín.
(Silica eða kísill er ekki tekið með í töfluna þar sem það er steinefni en ekki fjölvítmín)

Gott mataræði er lykillinn

Nú er komið að ykkur að velja en allt finnurðu í góðu og hollu matarræði.

Einnig þarf að passa upp á hvað er verið að taka inn því ekki eru öll vítamín vatnsleysanleg. Gott er að fara í blóðprufu til þess að finna út hvað vantar. Ef ekkert vantar er mjög líklega lélegt blóðflæði upp í haus, til dæmis vöðvabólga eða stress. Vitamín laga það ekki heldur þarf að hugsa um líkamann. Teygjur, yoga, heitir pottar og nudd hjálpa. Hægt er að lesa meira hérna.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa