Mér finnst herratískan æði og hún er alltaf að verða meira áberandi. Herrarnir okkar eru að taka meira eftir, spá í kremum, hárvörum og fötum.

Herratískan í hári er mjög skemmtileg núna. Pottaklippingar, toppar og permanett eru að koma sterkt inn en þessi hártíska var mjög vinsæl í byrjun 1990.

Stuttar klippingar eru alltaf klassískar og við höfum verið að sjá meira af „fade“ hliðum núna þetta árið og mun það halda áfram. Þá eru topparnir annahvort mjög stuttir og teknir upp eða leyfðir að fara niður á enni og mynda topp. Toppar eru ótrúlega flottir og finnst mér þessi tíska mjög töff og skemmtileg. Gæjar sem klippa topp verða miklar típur.
NO. 301 Matt Paste frá THE MALE TOOLS AND CO – DEPOT og ROUGH.RIDER eða NIGHT.RIDER frá KEVIN MURPHY væru fullkomin í þessar greiðslur en þessi vöx eru mött og halda hárinu vel.

Fade

Við erum líka með stráka sem vilja „fade“ í hliðum en þá er hárið mun síðara að ofan. Síddinn nær meira út á hliðar og er þá greitt aftur. Ég mæli með að nota sjávarsalt sprey sem blásið er í hárið til þess að ná smá haldi á þeirri greiðslu.
HAIR.RESORT frá KEVIN MURPHY eða NO. 305 Volumizer frá THE MALE TOOLS AND CO -DEPOT. Heldur vel og ilmar einstaklega vel!
FREE.HOLD eða EASY.RIDER frá KEVIN MURPHY eru bæði létt vöx sem gott er að nota í síðari toppa, gefur þeim létt hald en alls ekki of stíft, þú vilt hafa hreyfinguna með.

FREE.HOLD frá KEVIN MURPHY

Permanent

Nú er það fyrir þá sem eru með síða toppa eða sítt hár þá ættuð þið að kikja á næstu stofu og skella ykkur í permanent. Já það er komið sterkt inn og til þess að vera með þetta á hreinu þá þarf permanent ekki að vera litlar krukkur. Við erum að tala um hreyfingu, liði. Það að fá sér permanen er að auðvelda þér lífið, þú þarft litið sem ekkert að spá í hárinu. Við mælum með að þú notir olíu t.d YOUNG.AGAIN frá KEVIN MURPHY eða KILLER.CURLS frá KEVIN MUPRHY en olían mýkjir hárið og heldur því fallegu og svo er hægt að fá sér krullurkem sem þú skellir í rakt hárið og leyfir að þorna, heldur liðunum fallegum og ýkir þá aðeins og gefur létt hald.

Skeggið enn inni

Skegg er ennþá inni og eru komnar svo margar skemmtilegar vörur fyrir skegg og hár. Sjampó og næring fyrir skegg og olía er einhvað sem þú verður að eiga ef þú ert með skegg. Einnig er hægt að fá sérstaka bursta og greiður fyrir skeggið. Þú sérð mikin mun af notað eru góðar vörur á bæði húð, hár og skegg. THE MALE TOOLS AND CO – DEPOT er mjög skemmtileg og góð herralína sem er fyrir hár og skegg. Hægt er að skoða meira hérna og þar sérðu einnig sölustaðina.

 

KEVIN MURPHY hárvörurnar fást á öllum helstu hárgreiðlsustofum eða á Sápa.is
THE MALE TOOLS & CO – DEPOT fást á öllum helstu hárgreiðls og rakarastofum.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa