Á ferðum mínum um Sephora í gegnum tíðina hef ég oft veitt Briogeo hárvörunum athygli en náði einhvernveginn aldrei að prófa þær. Ég varð því ótrúlega glöð þegar vinnustaðurinn minn og fallega snyrtivöruverslunin Nola tók þær inn og enn glaðari þegar ég fékk að prófa nokkrar af vörunum.

Eins og glöggir lesendur vita þá er ég mjög „pikkí“ þegar það kemur að hárvörum þar sem að ég er með svæsið exem í hársverði og ótrúlega viðkvæm fyrir allskyns ofnæmisvöldum. Ég fæ ofnæmi við minnsta tilefni og hef hingað til haldið mig að mestu leyti við tvö til þrjú hárvörumerki vegna þessa. Þegar ég heyrði að Briogeo væri svokallað „six free“ hárvörumerki, varð ég strax mjög áhugasöm. Það er nefnilega glútenfrítt, ekki prófað á dýrum, parabenfrítt, súlfatfrítt og sílíkonfrítt. Einnig er það laust við DEA, kemísk ilmefni og kemísk litarefni. .

Engin erting í hársverði

Fyrsta merki þess að ég fílaði Briogeo var að ég fékk enga ertingu í hársvörðinn vegna þeirra. Fyrst af öllu prófaði ég Scalp Revival sem eru dropar sem er nuddað ofan í hársvörðinn, annað hvort í rakt hár eftir hárþvott eða sem meðferð fyrir hárþvott. Þeir innihalda blöndu af biotín og tea tree olíu sem róa ertingu, kláða og koma jafnvægi á hársvörðinn. Einnig innihalda þeir kolablöndu sem losar hársvörðinn við óhreinindi og dauðar húðfrumur. Ég get ekki annað en verið hæstánægð með dropana þar sem að þeir róuðu mikið niður hársvörðinn hjá mér en fituðu hann ekki og ollu engri ertingu.

Ég hef einnig notað Be Gentle, Be Kind sjampóið núna í nokkur skipti en ég valdi það þar sem að það átti að veita milda hreinsun án ertingar. Það inniheldur grænt te, ginseng, aloe vera og B-vítamín og kom mér ótrúlega skemmtilega að óvart. Sjampóið hreinsar alveg hárið á þægilegan máta svo að það helst hreint vel á eftir, án þess að vera of harkalegt. Það þyngir ekki hárið og fitar það ekki en þurrkar heldur ekki upp.

Fyrir þurra og brotna enda

Rosarco Milk leave-in næringin er svo eitthvað sem mér finnst gott að spreyja í hreint hár eftir sturtu, en hún veitir verndun og næringu ásamt hitavörn svo að mér finnst hún frábær fyrir blástur. Hún þyngir hárið ekki en ég myndi þó passa mig á magninu því ég setti aðeins of mikið af henni fyrst (spreyglaða konan!).

Don’t Despair, Repair! djúpnæringin/maskinn sló heldur betur í gegn hjá mér. Ég set hana í blautt og hreint hár og leyfi henni að bíða í um 30-60 mínútur í hárinu (eða bara heila kvöldstund) og skola síðan úr. Hárið mitt verður silkimjúkt án þess að verða feitt en næringin byggir upp hárið með bíótín pg B5 vítamíni ásamt avocado-, möndlu- og arganolíu sem draga úr skemmdum og þurrki.

Allar Briogeo vörurnar fást eingöngu í verslun Nola á landinu og ég mæli hiklaust með að þið kynnið ykkur þær.

Einnig langaði mig að segja ykkur frá því að Nola verður með æðislegt partý um helgina; föstudaginn 3. nóvember og laugardaginn 4. nóvember. Þar verður einnig tækifæri til þess að versla Briogeo vörurnar ásamt fleiri vörum á afslætti og slaka á með bjór, kampavíni og léttum veitingum. HÉR er linkur á viðburðinn.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is