KEVIN.MURPHY – BEDROOM.HAIR

BEDROOM.HAIR er nýjasta viðbótin hjá KEVIN.MURPHY

BEDROOM.HAIR er hárlakk með þurrsjampói sem gefur hárinu fyllingu, hald, hreyfingu og frískleika. Þetta sprey er algjör game changer! Hárið á mér er mjög flatt og því helst ekkert í því. Ég er því endalaust að fikta í hárinu á mér til að fríska upp á það og reyna að láta það tolla á einhvern hátt.

Ég nota BEDROOM.HAIR nánast daglega, spreya því bara létt í rótina í þurrt hárið áður en ég fer út og hristi aðeins upp í því og voilá! Spreyið gefur hárinu fyllingu og lyftingu sem helst allan daginn. Það skilur hárið ekki eftir stammt og skítugt eins og aðrar vörur sem ég hef notað til að reyna fá smá líf í hárið.

BEDROOM.HAIR er súlfata og paraben laust og inniheldur náttúruleg efni sem hjálpa til við að næra og styrkja hárið. Á sama tíma nærir það og verndar hárið. Vörurna fást hjá Sápa.is og hér er að finna lista yfir sölustaði KEVIN.MURPHY.

ALLAR VÖRUR FRÁ KEVIN.MURPHY ERU CRUELTY FREE

No automatic alt text available.

Fyrir hvern seldan brúsa af BEDROOM.HAIR fer hluti af hagnaðinum til stofnunar sem heitir The Climate Reality Project. Stofnuninn einblínir á að fræða almenning um vísindi og áhrif loftlagsbretyinga, þau vinna einnig að lausnum á grasrótarstigi á heimsvísu. Hluti af hagnaði BEDROOM.HAIR hjálpar því til við að minnka gróðurhúsaáhrif.

Jónína Sigrún

Jónína er 28 ára og stundar nám í sálfræði við Háskólan í Reykjavík. Hún elskar að upplifa heiminn og reynir að nýta hver tækifæri sem hún getur til að ferðast. Þar nær hún að sameina áhuga sinn á fólki, mat, tísku, hita og sól. Þegar hún er ekki að láta sig dreyma um sól og sumar er hún önnum kafin við að sinna námi og fjölskyldu, en hún býr í Hafnarfirði ásamt manninum sínum, börnum og kisum. Þú finnur Jónínu á Instagram undir @joninasigrun.