Núna næstu helgi er Halloween eða hrekkjavaka og er það orðið frekar þekkt hérna á Íslandi.
Mér finnst þessi helgi vera öskudagur fyrir fullorðna.
Margir halda partý og fólk er ekki endilega að klæða sig upp eins og afturgöngur eða vampírur heldur einnig sem álfar, dádýr, kvikmyndastjörnur og fleira.

Hárið er stundum erfiði parturinn af þessu. Það er jú hægt að spæla á sig hárkollu en hérna er ég með nokkrar hugmyndir sem eru mjög einfaldar.

Wednesday frá Adams fjölskylduni. Margar eigum við svarta peysu eða kjól sem hægt er að nota og skyrtu ef þú átt ekki skyrtu þá ættiru að geta spurt kærastan. pabba eða vin þin.
Þetta er einfalt hár, það er að segja ef þú kannt að flétta. Þú skiptir hárinu í tvennt og fléttar hárið. Þetta eru ekki fastar fléttur svo það gerist ekki einfaldara en þetta.
Efni: Olía eða kremvax og þurrsjampó.
Aukahlutir: Teyjgur og spennur (ef þess þarf).

Kisan

Það er þú þarft hérna er keilujárn. Hægt er að krulla hárið með sléttujárni líka en það þarf æfingu og þolinmæði í það svo ég mæli með keilujárni. Þú ræður hversu mikla liði eða krullur þú færð með því að taka stóra eða litla lokka. Þvi minni lokkar þvi ýktari verður krullan.
Næst er hárinu svo skellt upp í lausan snúð og spennt niður eftir þörf. Sniðugt er að toga hann til, hann veðrur stærri og lausari í sér því meira sem þú togar.
Efni: Hitavörn, þurrsjampó og BEDROOM.HAIR frá KEVIN MURPHY
Aukahlutir: Teygjur, spennur og spöng

Einhyrningurinn

Hér erum við komin með mjög strekt tagl. Hægt er að nota gel og vatn til þess að ná því svona strekktu aftur. Þú getur líka farið á hvolf með höfuðið og tekið hárið í tagl þannig, þú nærð hárinu ofar og litlu hárunum að aftan oft betur með í tagl ef þessi aðferð er notuð. Nóg af lakki. Þessi dama er með mikið af glimmeri á sér og í hárinu. Þú netur notað hvaða glimmer sem er og gott er að nota gel eða lakk áður til þess að glimmerið nái að haldast fast á þer. ALENA.IS er að selja mjög falleg gimmer og mæli ég með að kikja til þeirra ef þú ert að hugsa um þennan búning.
Efni: Hárlakk og gel.
Aukahlutir: Glimmer, teygjur og spennur. Spöng með horni

Pretty skull

Secret Solstice snúðarnir virka við marga búninga, til dæmis trúð og dúkku. Þeir eru frekar auðveldir. Best er að skipta hárinu í tvennt, skella hárinu í snúða og þegar það er komið þá tekuru lokka niður hér og þar sem þér finnst flott. Hægt er að krulla þá líka til þess að gera aðeins meira úr hárinu.
Efni: DOO.OVER frá Kevin Murphy
Aukahlutir: Teygjur og spennur

Hægt er að kaupa hárkollur í Hókuspókus ásamt hárlita sprey-i sem næst úr með þvotti.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa