Færslan er unnin í samstarfi við HH Simonsen á Íslandi 

Þið hafið vonandi tekið eftir því hingað til að það er mér hjartans mál að styrkja góð málefni eins og mörgum öðrum, en ég reyni að taka nokkur fyrir á hverju ári. Ég tel það sjálfsagt þar sem að maður veit aldrei hvað lífið ber í skauti sér og hvenær maður sjálfur eða manns nánustu þurfa á slíkri aðstoð að halda. Svo finnst mér sjálfsagt að ef maður hefur efni á og getur séð af nokkrum krónum þá eigi maður að hjálpa. Svo getur maður oft keypt glæsilegan varning og styrkt í staðinn þessi góðu málefni.

Bleiki burstinn

Eitt af því sem ég styrki á hverju ári í einhverju formi er Krabbameinsfélagið. Nokkrir sem ég þekki og þar á meðal pabbi minn hafa barist við krabbamein á sinni ævi og ég veit hversu gríðarlegt álag það getur verið. Því tók ég því fagnandi þegar heildsalan Bpro hafði samband við mig og bauð mér að taka þátt í herferðinni þeirra, en HH Simonsen hannaði glænýjan hárbursta til styrktar Bleiku Slaufunni.

Burstinn sem um ræðir heitir The Wet Brush en ég hef notað hann svo árum skiptir. Ég keypti minn fyrsta bursta hjá Kötu vinkonu árið 2011 og hef ekki litið til baka síðan. Burstinn leysir allar flækjur og bæði er hægt að nota hann í blautt og þurrt hárið. Svo er hann ótrúlega fallegur og hægt að fá hann í tveimur stærðum. Eins og er þá er ég að nota bleika burstann og svo annan minni sem ég hef í ferðatöskunni.

Blowdry Primer

Mig langar einnig mikið að minnast á blástursspreyið sem ég fékk með burstanum en það kemur frá Davines og er fallega bleikt í stíl. Spreyið nefnist Blowdry Primer og ég hef notað það undanfarið sem undanfara blástur og finnst það algjör snilld! Bæði gefur það aukna lyftingu, hitavörn og mýkt. Ég mæli eindregið með því en upplýsingar um sölustaði má nálgast HÉR.

Bleiki burstinn kostar 3500 krónur, sem er gjöf en ekki gjald og allur ágóði rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Þið getið nálgast upplýsingar um sölustaðina HÉR eða verslað burstann beint HÉR inn á krabb.is.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is