Það eru margar skvísur sem vilja ná hárinu í tagl. Margar ástæður geta verið fyrir því, vinna þannig vinnu að það þarf að setja það upp eins og til dæmis þjónar. Sumar vilja ná því upp á æfingu og öðrum finnst það bara þægilegt og tíma ekki að klippa á sér hárið styttra.

Þarftu breytingu?

Ég segi alltaf ef þú ert alltaf með hárið í tagli og gerir litið sem ekkert annað en að setja hárið í tagl þá er það merki um að það sé komin tími á breytingu. Klipping myndi gera mikið meira fyrir manneskjuna heldur en að hafa hárið í tagli alla daga.

Margar útfærslur

Tagl er ekki bara tagl. Tagl er til í svo mörgum útfærslum og ef hárið þarf að hendast upp í tagl af og til þá er um að gera að leika sér með það og breyta til.

Hægt er að setja hár í kringum teyjuna, taglið verður fínna við það. Hárskraut er einnig mjög auðvelt að nota og gerir mikið. Venjulegt tagl verður miklu meira þegar skelltur er borði í hárið eða fallegar teyjur.

Hátt eða lágt það er líka einhvað sem hægt er að gera. Þú getur greitt allt hárið í tagl eða leyft lokkum að vera við andlitið sem gefa þér mýkra „look“.

Til þess að fá hárið meira og fyltara þá er sniðugt að krulla eða bylgja hárið, það verður þá meira úr hárinu. Hægt er að krulla, bylgja eða vaffla allt hárið, bara taglið eða parta hér og þar.

Skiptinginn er líka mikilvæg, viltu hafa hana beina, til hliðar eða bara taka allt hárið í tagl?

Við getum líka tekið þetta í aðeins stærri breytingar og leikið okkur ennþá meira. Hægt er að snúa hárið, þú gætir bætt fléttum í taglið eða ofan á eða notað fleiri teygur sem mynda „bubblu tagl.“

Leyfðu hárinu að njóta sín og njóttu hársins ef þú vilt hafa það sítt. Ef hárið þarf að komast í tagl leiktu þér þá og gerðu það fallegt og skemmtilegt.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa