Ertu að berjast við hárlos eða hármissi?

Það geta verið svo margir hlutir sem geta valdið hárlosi, meðal annars breytt eða slæmt matarræði, stress, álag, vöðvabólga og margt fleira.

Ég lenti í miklu stressi og kvíða fyrir um einu og hálfu ári síðan og er ég enn að vinna úr því. Þessi kvíði á sinum tíma leiddi til mikils hármissis og ég fékk skallablett. Frá þeim degi sem ég sá hversu alvarlegt þetta var fór ég að skipuleggja mig betur, skoða sjálfa mig, hvað ég get gert og hvað ekki, taka mér hvíldardaga og hugsa betur um mig.
Ég fór að skoða hvað ég gæti gert í þessu. Ég er hárgreiðsukona og er því með króníska vöðvbólgu sem stuðlar á minni blóðflæði upp í haus og þar af leiðandi fá hársekkirnir ekki nóg af nærginarefnum til þess að vinna upp heilbrigði hársins.

Kísill nauðsynlegur

Ég tek alltaf vítamín og hef gert það í mörg ár. En ég skifaði grein um mínar topp 5 hárvörur hér á pigment.is og nefni þar Silica eða kísil. Kísill er nauðsynlegt næringarefni fyrir líkamann og sem hann framleiðir ekki sjálfur. Kísill hjálpar okkur við upptöku steinefna sem eru nauðsynleg til þess að halda uppbyggingu beina, tanna, hárs, blóðs, tauga og húðar.
Ég tók töflur frá NOW en breyti svo í fljótandi kísil frá GeoSilica sem er íslenska framleiðsla.

Silica hefur virkað ótrúlega vel á mig, innan þriggja vikna var ég að sá mun. Minna um hárlos, litil hár að spretta og húðin mín líka mun betri en áður.

Geosilica fyrirtækið var einnig að koma með nýjungar: Recover, Renew og Repair.

GeoSilica Renew

Ég fékk að prófa Renew sem er fyrir húð, hár og neglur og ég er svo ánægð með Geosilica Renew,  ég mæli 100% með vörunni.

Renew inniheldur magn steinefna í hverri flösku:

Kísill 200 mg/10ml

Sink 10 mg/10 ml

Kopar 0,5mg/10 ml

GeoSilica er vegan og skráð hjá Vegan Society sem slík, átappað og pakkað í GMP vottuðu rými og inniheldur engin aukaefni eins og rotvarnarefni = 100% nátturulegur kísill.

 
Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa