Nýjasta nýtt hjá stelpum er að klippa sig stutt og þá í það sem kallast short pixie cut.

Á síðustu 2-3 árum hafa stelpur verið að þora og höfum við tekið eftir því að æ fleiri eru með syttra hár en hefur verið áður. Millisíddinn hefur verið vinsæl mjög lengi og er ennþá sterk í tísku. en nú þorum við meira. Við erum að sjá það að hár vex og það er svo gaman að breyta til og komast að því hvað fer manni best.

Stutt hár er ekki bara stutt hár. Stutt hár lengir hálsinn, grennir þig í framan, lengir þig, gera augun meira áberandi, kinnbeininn sjást betur og þú ert frjálsari.

Það er ótrúlegt að sjá hvað það að klippa hárið breytir lífi þínu og oft kemur í ljós ný manneskja sem var i felum undir öllu hárinu.

Þessi klipping er vinsæl i dag og höfum við séð margar stjörnur með slíka klippingu, til dæmis Miley Cyrus, Hally Berry, Katy Perry, Carey Mulligan, Jennifer Lawrence, Natalie Portman og margar fleiri. Pixie klippinginn hefur alltaf verið til staðar en kemur sterk inn með sumrinu og er mikið um það að aflita sig líka.

Svo ef þú ert að spá í að breyta til og fara í stutt þá er þetta málið. Það er ekkert meira heillandi en kona með gott sjálfsálit og sterkan karakter. Þú ert alltaf falleg alveg sama hversu stutt eða sítt hárið þitt er.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa