Sumarið er komið og eru fullt af skemmtilegum hátíðum á döfinni.

Secret Solstice: 15.- 18. júní
Extreme chill festival: 2.- 4. júlí
Eistnaflug: 5.- 8. júlí
Night and Day: 14.- 16. júlí
LungA: 16. – 23.júlí
Bræðslan: 23.júlí
Þjóðhátið og Innipúkinn: 28. – 3. ágúst

Og svo margt fleira í boði.

Á þessum ferðalögum og tónlistarhátíðum og þá sérstaklega Secret Solstice þá mætum við með stæl og nýja strauma sem við köllum festival lúkkið!

Við eigum að nýta öll tækifæri sem við fáum og hoppa aðeins út úr kassanum og leika okkur.

Festivalhárið 2017

Snúðar, fléttur, hattar, hárbönd og bandanas eða blómakransar hafa alltaf verið númer eitt, tvö og þrú en við getum alltaf séð einhverja með þá klassísku festival greiðlsu.

Snúður og flétta.

Hliðarflétta og lokkar sem eru festir í hárið.

Svefnhár sem er úfið og nóg af þurrsjampói, flétta sem hárband og lágur snúður.

Bandana er alltaf flott og bjargar þér algjörlega þegar þú ert hugmyndalaus eða með slæman hárdag.

Það vinsælasta eru snúðarnir tveir! Alltaf sætt.

Mig langaði að segja frá einu öðru sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og það er að fara lengra með þetta og nota hárkrítar.

Ef þig dreymir um að fá pastel litað hár eða leika þér með liti þá eru hárkrítar einhvað sem þú ættir að skoða og nást úr með einum þvotti.

Það er hægt að kríta allt hárið eða bara í endana

Það að nota krítarnar til þess að poppa upp flétturnar er bara ótrúlega flott og gerir svo mikið.

Kritarnar sem ég hef verið að nota koma frá Kevin Murphy og heita Color Bug!

Þú spreyjar hárlakki yfir lokkinn eða hárið svo að krítin /liturinn haldist í hárinu. Þegar þú ert orðin klár og búin að kríta hárið þá spreyjaru létt aftur lakki yfir til þess að loka litnum.

Gott er að vera i hönskum eða setja handklæði /óhreinann bol sem má klínast í á meðan sett er hárkrít í hárið þar sem það molnar alltaf aðeins af litnum.

Það besta við þetta  er að Color Bug frá Kevin Murphy er svo pigmentað að það virkar í ljóst hár og dökkt hár.

Ég nota þetta líka sem augnskugga, kinnaliti og svo er shimmer Color Bug mjög fallegt á viðbeininn og á kinnbeininn.

Þú getur keypt Color Bug á næstu Kevin Murphy hárgreiðlsustofu eða hér á SÁPA.IS

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa