Um daginn fagnaði sænski hárvöruframleiðandinn Maria Nila eins árs afmæli sínu á Íslandi. Eigendur hárvörumerkisins Fré­deric De Goys og Thom­as Bark­an komu frá Svíþjóð til að fagna þessum tímamótum með Regalo umboðsaðila Maria Nila á Íslandi – annarsvegar með því að bjóða út að borða og hinsvegar að halda eitt stórt afmælispartý!

Byrjað var á því halda Maria Nila blog event. Þar var boðið bloggurum og snöppurum sem hafa verið í samstarfi við hárvörumerkið út að borða á Matarkjallarann. Þar sem Maria Nila gefur sig út fyrir að vera 100% Vegan að þá var auðvitað vegan matseðillinn borinn fram – og kom hann mér virkilega vel á óvart, því maturinn var ótrúlega góður! Ég er núna alveg tilbúin að prófa fleiri vegan rétti eftir þetta. En áttum æðislegt kvöld þarna saman og mikið hlegið og drukkið! Mæli svo mikið Matarkjallaranum því ég elska kokteila og þeir eru með svo mikið úrval í boði. Sem er mjög hentugt fyrir kokteila manneskju eins og mig.

Meðfylgjandi eru símamyndir frá Snapchat af kvöldinu.

Mætt út að borða á Matarkjallarann

Úthlutað gjafapökkum
Gjafapakkinn innihélt m.a Repair línuna frá Maria Nila

Það bragðast allt betur í koparglösum

Daginn eftir var svo slegið til allsherjar veislu í Glersalnum Kópavogi þar sem hárfagfólk, fjölmiðla- og blaðamenn ásamt bloggarum mættu! Þar héldu sænsku eigendurnir kynningu á vörunum. Gaman var að sjá hvað margir voru að nota litanæringuna frá Maria Nila enda mátti sjá marga litríka kolla!

Fríða og Villi eigendur Regalo
Ég og María

Ég mun svo á næstu dögum koma með ítarlegri færslu um vörurnar sem ég fékk bæði kvöldin! Ég fékk meðal annars litanæringu fyrir dökkt hár sem ég er spennt að prófa.

En annars takk kærlega fyrir mig Maria Nila og Regalo, mikið
var gaman að fagna þessu með ykkur!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.

Deila
Fyrri greinOOTD
Næsta greinSKIN FITNESS FRÁ BIOTHERM