Sumir dagar eru einfaldlega bara ekki alveg þeir bestu fyrir hárið.

Ég fer stundum í snúðinn og hvort sem það er allt hárið eða hálft þá er snúðurinn alltaf vinsæll og hægt að gera hann smart og á ýmsa vegu.

Hérna sýni ég ykkur einfalda snúðar greiðslu en slæmur hárdagur og rótin einhvað sem ekki þarf að ræða frekar. Ég tek hárið frá eyra til eyra í lítinn snúð og krulla svo hárið á mér með sléttujárni.
Það eina sem þú þarft er ein teygja og ein spenna (jafnvel fleiri ef hárið þitt er vel þykkt).

Ég nota hárvörurnar frá Kevin Murphy en þær eru paraben og sulphate lausar og ekki prófaðar á dýrum.
Ég notaði DOO.OVER sem er þurrsjampó með hárlakki til þess að mynda hald og fyllingu í hárið. Ég nota það mjög oft. Mér finnst það gera mikið fyrir hárið og er lyktin af því ótrúlega góð.

ANTI.GRAVITY sprey fór yfir endana til þess að fá hald og hitavörn áður en ég nota sléttujárnið til þess að krulla. Anti.gravity er ein af minum uppáhalds vörum en það er bæði hægt að nota það við blástur til þess að fá létta lyftingu og mótun í hárið eða nota hana áður en krullað er hárið. Krullurnar endast í þrjá daga. Besta efnið til þess

Ég er með mikið af litlum nýjum hárum og finnst mér æðislegt að nota GRITTY.BUSINESS eða FREE.HOLD til þess að ýta þeim niður.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa