Vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Ef þið eruð eitthvað eins og ég, þá er basl að finna sér réttu hárvörurnar. Ég er ótrúlega heppin að vera með þykkt hár sem er mjúkt við rétta meðhöndlun og þolir mjög margt þegar það kemur að litun og öðru. En því miður þjáist ég af exemi í hársverði sem eykst við streitu, of kemískar hárvörur, slæmt mataræði og skorti á raka. Exeminu fylgir mikill kláði og flasa svo að eitthvað sé nefnt ásamt sársaukafullum sárum. Sem dæmi þá var ég erlendis á dögunum og notaði einu sinni hárnæringu sem ég var ekki vön að nota og hentaði mér greinilega ekki. Afleiðingarnar voru hræðilegur kláði, sviði og sár í hársverðinum. Ég get því alls ekki notað hvað sem er í hárið á mér og þarf að vanda valið ótrúlega vel.

Fyrir nokkrum árum kynntist ég hinsvegar merki sem gjörbreytti öllu fyrir mig til hins betra. Kevin Murphy eru vörur sem ég hef keypt og notað stanslaust í hárið á mér síðan ég kynntist þeim fyrst á Sprey hárstofu hjá henni Kötu minni, sem sér alltaf um hárið á mér. Ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi keypt mér flest sjampó og hármótunarvörur sem til eru hjá merkinu og get hreinskilnislega sagt að ég fæ ekki ofnæmisviðbrögð af neinu af þeim. Einnig finnst mér lyktin dásamleg og hárið mitt verður aldrei jafn mjúkt af neinu öðru. Ég elska staðreyndina að sjampóin freyði vel og hárnæringarnar skila sér það vel að hárið verður silkimjúkt eftir notkun.

Það nýjasta sem ég prófaði var Young Again línan ásamt Maxi Wash sjampói sem ég nota á milli. Ég hef ekki notað neitt annað í hárið á mér undanfarnar vikur og mánuði, en það hefur sjaldan verið betra eða hársvörðurinn rólegri. Young Again sjampóið sér um að hreinsa vel og næra þurrt og brothætt hár með amínósýrum, lótus extrakt og orkideu. Hárnæringin inniheldur einnig amínósýrur, bambus lótus extrakt og olíu úr mangófræjum sem mýkja upp þurrt hár og gera við slitna enda. Ég elska hvað hárið mitt verður bæði hreint og mjúkt af því að nota vörurnar. Eftir sturtu set ég alltaf Young Again olíuna í endana en hún mýkir hárið enn meira upp ásamt því að vernda það. Hún veitir einnig hitavörn sem mér finnst algjör snilld. Þegar hárið er þornað fer ég oftast aðra umferð með olíunni til að minnka „frizzyness“ í hárinu og fá glans.

Eins og áður sagði nota ég svo Maxi Wash sjampóið öðru hvoru, eða á um það bil tveggja vikna fresti. Það djúphreinsarhreinsar hársvörðinn og hárið extra vel ásamt því að litatónninn endurnýjast og verður fallegri. Sjampóið inniheldur ilmkjarnaolíur og brýtur niður fitusýrur, en útkoman er sú að fita og flasa minnka til mikilla muna. Einnig eyðir það leifum af efnum og hárvörum úr hárinu. Engin vara hefur haft jafn góð áhrif á exemið mitt og þessi!

Facebook síðu Kevin Murphy má finna HÉR. Einnig er hægt að heimsækja heimasíðu Kevin Murphy, en þar getið þið farið inn í svokallaðan „Product Matchmaker“ og fundið hvernig vörur þið ættuð að nota.

Ég mæli svo mikið með þessum vörum en þær björguðu mér alveg. Þið getið heimsótt eftirfarandi stofur til að kaupa þær og fá ráðleggingu fagfólks um hvað hentar ykkar hári best.

Sprey Hárstofa S. 5176677
Hárgreiðlsustofa Hrafnhildar S. 5671544
Hárgreiðlsustofa Guðrúnar Alfreðs. S. 8916177
Sápa.is S. 5111141
Gallerí útlit S. 5551614
Hárstofan Stykkishómi S. 4381587
Beauty bar S. 5884997
Hárstíll S. 5653680
Topphár S. 57782030
Dalila og Samson S. 5542216
Gott Útlit S. 5546633
Aþena S. 5572053
Sjoppan S. 5111221
Í Hár Saman S. 8929300
Elíta S. 5645800
Hárgreiðslustofan Víf S. 8919150

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is