Færslan er ekki kostuð

Ég er svo glöð að það er loks komið Blonde moment treatment til landsins og það er glútenfrítt að sjálfsögðu. Sumir kalla þetta fjólublátt sjampó. Ég hef stundum bloggað um þessar vörur inná Glútenfrítt Líf síðunni minni þar sem að ég er með glútenóþol. Not Your Mother´s eru æðislegar vörur og á snilldar verði. Ég nota þessa þrennu svakalega mikið því rauða línan hentar mínu hári lang best. Það er því um að gera að prufa sig áfram. Ég reyndar nota fjólubláu línuna líka mikið þar sem hún er fyrir krullað hár.


Fjólubláa sjampóið fullkomnaði svo hár rútínuna hjá mér þar sem ég er ljóshærð aaaaalveg að verða dökkhærð án þess að hafa nokkuð um það að segja og er því alltaf að lita hárið ljóst. Það verður hinsvegar alltaf svolítið gult og er ég því ótrúlega glöð að það sé komið glútenfrítt fjólublátt sjampó.

Þessar hárvörur hafa algjörlega bjargað hárinu mínu. Mig hætti að klæja í hársvörðinn og hætti að  fara eins mikið úr hárum. Hárið varð einnig þykkara og mun fallegra og heilbrigðara. Það sem mér þótti skemmtilegast var að sjá mun á var að það fór að síkka enn hraðar eftir að ég valdi þessar vörur.

Oft er erfitt að finna góðar glútenfríar vörur sem eru girnilegar og manni langar til að kaupa en þessar eru klárlega ekki þannig. Þær laða mann hreinlega að sér og lyktin af þeim er með eindæmum góð sem er ótrúlega gaman því þegar maður hefur takmarkað úrval af vörum til að nota þá elskar maður að geta haft góða lykt af þeim. Þannig er ég allavega.

Það skiptir miklu máli að velja vörur sem henta þínu hári. Ef þú ert með ofnæmi fyrir hveiti þá þarftu að velja hár og húðvörur sem innihalda ekki hveiti, haframjöl eða glúten.

Djúpnæringin er fullkomin fyrir tætt og þreytt hár. Sérstaklega hár sem þarf smá ljóma og gott trít. Ég dekra mig með þessari djúpnæringu 4-5x í mánuði. Hárið á mér lítur allavega ótrúlega vel út á eftir. Fullkomin í safnið.

Not Your Mother´s eru klárlega fyrir fleiri en þá sem eru með ofnæmi og vilja bara velja vel og rétt fyrir sig og sitt hár. Hársvörðurinn okkar getur hreinlega ekki gert það sem hann á að gera ef við erum að bera efni í hann sem við þolum ekki og því verður hárið óheilbrigt og allskonar vandamál koma upp.

Kinky Moves er lína sem ég nota mikið líka þar sem ég er með krullað hár. Lyktin af þessu er tryllt góð.

NYM fæst í Fjarðarkaup, mörgum apótekum en ég versla mitt t.d í Apótekinu í Setbergi. Ég meira að segja versla orðið fyrir systir mína sem býr í Noregi þessar vörur og fer með til hennar eða sendi henni þegar einhver á ferð þangað því hún elskar þessar vörur jafn mikið og ég. Hún er ekki með nein svona vandamál hvað varðar ofnæmi eða annað slíkt eins og ég. Það er svo margt til frá NYM og því um að gera að kíkja á úrvalið. Það eru nokkrar línur og allar jafn æðislegar en mismunandi hvað hentar hverjum. Það er til þurrsjámpó, djúpnæring, hitavörn, sjávarsaltsprey og allskonar gúrme fyrir hárið.

Ég mæli klárlega með að þið prufið.

Þórunn Eva er þekktust fyrir bókina Glútenfrítt Líf. Hún er gift, tveggja barna móðir og fagurkeri, en hún flytur einnig inn hinar vinsælu Lulu’s snyrtitöskur.