Margar sögur hafa farið fram og tilbaka með hvort það sé hættulegt að lita á sér hárið á meðan þú ert ólétt.

Í mörg ár og enn dag í dag er sagt að það sé hættulegt að lita á sér hárið meðan á meðgöngu og brjóstagjöf stendur.

Ég er komin hingað til þess að segja þér það að rannsóknir sýna að það er almennt ekkert að óttast.

Þeir hjá OTIS (Oranization of Teratology Information Specialists) tóku saman upplýsingar um áhættuþættina og höfðu þetta að segja:

  • Engin hætta kom í ljós þegar ólétt dýr komust í návist hárlita.
  • Engin sjáanleg breyting er á hormónum á meðan litur er í hári.
  • Lítil sem engin efni komast inn í líkamann okkar og blóðrás meðan á hárlitun stendur.

Hárlitur er samt kemísk vara og það má alltaf passa slíkt í byrjun óléttunar en þeir mæla með þessu:

  • Alltaf er gott að bíða þar til þú ert komin 13 vikur á leið (second trimester)
  • Í staðin fyrir að lita beint í rót (þegar rætt er um aflitun) þá er betra að setja strípur þar sem að efnið kemur lítið sem ekkert við hársvörðinn.
  • Ef þú ert að lita á þér hárið sjálf heima þá er mælt með því að nota hanska.
  • Ekki vera með litin lengur í hárinu en mælt er með.
  • Skolaðu litin vel úr hárinu.

Þó það séu lítil sem engin efni sem komast inn í líkamann okkar á meðan við biðum með litinn í hárinu þá er alltaf gott að gefa líkamanum hvíld frá litun á fyrstu vikum meðgöngunnar þar sem að margar konur geta verið viðkvæmar á því skeiði. Við erum þá að tala um lit sem fer beint í rótina.

Strípur, ombre, balayage og aðrar aðferðir til þess að lita hár sem ekki fara oní rótina eru alveg óhættar.

Margar konur lita á sér hárið á fjögurra vikna festi, óléttar eða ekki. Engar haldbærar rannsóknir hafa sýnt fram á að það sé hættulegt fyrir móður eða barn.

Það eina sem getur breyst er hvernig þú tekur við litnum. Þú gætir tekið illa við honum eða liturinn gæti orðið ljósari eða dekkri en vanalega.
Það hefur komið nokkuð oft fyrir að stelpur/konur komi í stólinn og eitthvað slíkt gerist. Hárgreiðslukonan spyr þá hvort hún sé þunguð eða á sýklakyfum því að þau hafa jú líka áhrif. Konan hefur ekki hugmynd og neitar og kemur svo aftur nokkurm vikum seinna og segir að hún sé ólétt.

Litir í dag hafa einnig þróast til hins betra og eru mun minni af sterkum efnum notað í liti í dag.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa