Nú kveðjum við „the man bun“ og ætlum líka að kveðja klippinguna sem ég kalla blómapottinn (þar sem hárið er rakað i hring og sitt hár að ofan).

Herra klippingarnar fyrir sumarið 2017 eru nettar! Nú er allt tengt saman og margir fara í syttri klippingar. „Fade“ í hliðum og að aftan og svo erum við aðeins að leika okkur með efri hlutan. Skála klippinginn er dottinn inn aftur og erum við að sjá nýrri og styttri útgáfu af henni.

Ný skálalína og „fade“: Hárið er greitt meira fram heldur en aftur eins og hefur verið.
Þessi klipping er eitursvöl að mínu mati og munum við sjá meira af henni í sumar.


Stuttu herralínurnar – Við erum líka með ennþá styttri klippingar; hermannaklippingar sem auðvelt er að stílisera og sjá um.


Meira hár að ofan – Síði toppurinn heldur áfram í sumar en mun styttri og sameinaður hliðum. „Fade“ í hliðum og aftan gerir þetta ótrúlega flott og sumarlegt. Hér er samt mikilvægt að stílisera hárið vel. Gott er að eiga hár sjávarsalt eins og Hair.resort frá Kevin Murphy sem er spreyjað yfir rakt hárið. Best er að blása hárið létt aftur til þess að fá fyllingu og hald. Því næst er notað vax svo greiðslan haldist yfrir daginn og líti sem best út.


Fyrir þá sem vilja ekki fara eins stutt þá er málið að hafa hárið ekki síðari en axlir og með mikið af styttum og léttleika. Einnig munum við sjá stráka skella sér í permanett til þess að fá létta liði í hárið og stranda „lookið“.

Sama hvaða klippingu hentar þér þá er svo mikilvægt að stílisera hana rétt og fá ráðgjöf hjá hárfagmanni. Það er svo mikið af flottum ráðum og vörum til fyrir herrana í dag og hefur herra hár- og skeggvörum farið fjölgandi.
Notið góð sjampó og nærið á ykkur hárið og einnig skeggið – vertu með lookið í lagi!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa