Ég fór til Balí eins og þið vitið nú þegar og tók með mér sem heitir Young Again og er frá Kevin Murphy. Þetta er tiltölulega ný lína frá þeim og ég hafði aldrei prófað olíuna. Hinsvegar hafði ég notað Young Again sjampóið og næringuna og er búin að vera mjög ánægð með það svo ég ákvað að taka með mér Young Again olíuna út til þess að halda endunum heilbrigðum.

Young Again olían er orðin mín uppáhalds hárvara í dag. Ég notaði hana alltaf eftir þvott og líka annað hvort áður en ég fór að sofa eða þegar ég vaknaði. Ég var búin að vera mikið í sólinni og en meiri sól að fara taka á móti mér og þurrka upp hárið. Svo ég var að setja olíuna einu sinni til tvisvar á dag í hárið.

Ég fann aldrei fyrir því að hárið yrði þurrt eða leiðinlegt á meðan ég var úti.

Olían er frekar þykk og full af andoxunarefnum. Olían er „anti aging“ fyrir hárið og lykiljurtin í henni Immortelle blómið en það hjálpar til að byggja upp illa meðhöndlað og skemmt hár. Einnig er chestnut olía, epla kjarni, bur olía og fleira sem hjálpa til að gefa hárinu nóg af raka, andoxunarefnum og vörn gegn hita og sól. Hægt er að lesa meira til um Young Again hér

Siðan er það Silica Complex sem ég hef verið að nota frá NOW foods.
Einn viðskiptavinur hjá mér benti mér á þetta en hún fer reglulega á kynningar um vítamín og bætiefni þar sem hún vinnur við slíkt. Ég hef verið að berjast við mikið hárlos sem getur komið þegar mikið álag, stress og vöðvabólga er meðal annars að angra mann.
En meðal þeirra vitamína sem eru góð fyrir góðan hárvöxt eru:

  • Vitamin A. allar frumur likamans þurfa A-vintamín til þess að dafna
  • Biotin
  • Vitamin C
  • Vitamin D
  • Vitamin E
  • Járn
  • Sínk
  • Protein

Silica er blanda af kísil og súrefni.
Silica complex inniheldur meðal annars kalk, sínk og amínósýrur.
Silica spilar mikilvægt hlutverk í að halda húð, tönnum, æðum, sinum, nöglum og hári heilbrigðu og einnig liðamótum en ef einstaklingi vantar Silica þá gagnast honum vel að taka það inn. Það getur aðstoðað við hárvöxt, hreinni og betri húð, auk þess sem munur ætti að vera sjánlegur á nöglum. Hægt er að fá Silika í fljótandi formi en það er víst ekkert sértakt á bragðið.

Ég tek alltaf fjölsvítamín og svo extra skammt af B og D. Ég finn mikinn mun eftir að ég byrjaði að taka Silica Complex með. Hárlosið er svo mikið mikið minna núna heldur en það var.

Næst er það djúpnæringin mín Integrity intensive treatment frá Milk_shake. Þetta er mjög virk og þægileg djúpnæring. Hún er með lífrænu MuruMuru kremi og gefur hárinu ótrúlega góðan raka og mýkt. Integrity er þæginleg þar sem hún þar aðeins að bíða 3-5 mínútur í hárinu. Ég reyni að nota djúpnæringuna einu sinni í viku.

Silver Shine sjampóið frá Milk_shake er glænýtt sjampó frá þeim og hefur þeim heppnast ótrúlega vel með þessa vöru. Silver Shine hjálpar til að viðhalda köldum tón í hárinu. Það besta við þetta sjampó er það að skilur ekki eftir sig bláa eða fjólubláa slikju eftir í hárinu eins og mörg önnur blá sjampó gera heldur færðu þennan kalda perlutón á hárið. Ég elska það að þetta sé ekki að breyta litnum heldur tónar hárið. Gott er að nota djúpnærginu eftir að þú notar blátt sjampó þar sem það á það til að þurrka hárið aðeins upp.

Síðasta uppáhald á þessum lista er svo sléttujárnið mitt frá GHD. Ég hef nær alltaf notað GHD og finnst þau hafa komið best út og endast lengi. Það er bara on/off takki á járninu sem er mjög gott svo ekki sé hægt að fykt með hitastigið en hitastigið á aldrei að fara lægra en 175°c og ekki hærra en 195°c. Hitin er jafn á járninu og auðvelt er að slétta, krulla eða búa til bylgjur. Járnið hitnar lika ótrúlega hratt og slekkur sjálfkrafa á sér ef ekki er búið að nota það í um 30 mín.

Þetta eru mínar uppáhalds hárvörur þennan mánuðinn!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa