DEPOT er ný lína frá Italíu sem lenti á landinu í enda febrúar.

DEPOT – THE MALE TOOLS er lína fyrir strákana. Þarna finnur þú sjampó fyrir hár og skegg, næringar fyrir skeggið, mótunarvörur fyrir bæði hár og skegg og svo olíu ásamt ýmsu öðru.

Herratískan hefur fengið mikla athygli undanfarin ár og eru herrar að hugsa almennt meira um sig útlitslega séð. Það er bæði miklar breytingar í fatatísku fyrir herrana ásamt því að þeir eru farnir að nota meira af kremum í andlitið og hugsa hvernig hár færi þeim best.

Eins með skeggið, síðustu 2 ár hefur skeggtískan komið aftur inn og er ótrúlega skemmtileg breyting á herraklippingum. Sem hefur sumum hárgreiðlsustofum verið breytt í „barber shops“ þar sem eingungis er klippt hárið á karlmönnum og skeggið snyrt í leiðinni.

DEPOT er lína sem er nútímaleg og snyrtileg. Kallinn minn hefur verið að nota DEPOT síðan það kom út og mig langar að kynna ykkur fyrir nokkrum vörum í þessari línu.

NO. 102 ANTI-DANDRUFF & SEBUM CONTROL SHAMPOO

Þetta er sjampó sem hreinsar hársvörðin vel og kemur í veg fyrir flösu og fitumyndun.
Mild formula sem er „sulfate free.“ Sjampóið virkar best ef það er látið liggja í hárinu í smá stund.

NO. 403 PRE-SHAVE & SOFTENING BEARD OIL

Þessi olía er ótrúlega sniðug. Hægt er að nota hana við rakstur en hún er glær og þú sérð nákvæmlega hvað þú ert að gera og hvernig þú vilt móta svæðið. Þessari olíu myndi ég mæla sérstakegla vel með fyrir þá skeggjuðu sem þurfa að raka lítil svæði eins og á hálsi eða kinnum. Eftir rakstur eða bara daglega þá er mjög gott að nota olíu í skeggið. Skeggi er oft erftitt að stórna og er mjög stíft. Olían gefur skegginu raka og mýkt og svo er ótrúlega góð lykt af þessari olíu. Hún inniheldur meðal annars apríkósuolíu, jojoba olíu, möndluolíu og er full af E vítamíni.

NO. 502 BEARD & MOUSTACHE BUTTER

Hér erum við komin í mótunarefni fyrir skeggið. Þetta er frekar létt mótunarefni en líka er hægt að kaupa vax sem er stífara og þá meira fyrir þá sem vilja ná yfirvaraskegginu vel í boga eða hökutoppinum í meira form. Þetta skeggmótunarefni gefur þér létt hald og inniheldur shea butter, jojoba olíu, argan olíu, kókós olíu, möndlu olíu og sólblóma olíu sem gefa skegginu þínu ótrúlega góðan raka og glans. Þetta heldur skegginu snyrtilegu og á réttum stað.

NO. 504 BEARD & MOUSTACHE CLEANSING WIPES

Þetta er mjög sniðugt og ættu allir herramenn með skegg að hafa einn svona í rassvasanum þegar þeir skella sér út að borða, í matarboð eða á stefnumótið. Þessar þurkur hreinsa skeggið og andlitið og skilur eftir raka og léttan ilm. Það er ekki spennandi að sjá matarleifar í skegginu eða lyktina af sósunni þegar þú kyssir þína heittelskuðu eða þinn heittelskaða.

Endilega smellið á myndbandið fyrir neðan til að skoða hvernig vörurnar eru notaðar.

Þetta eru bara nokkrir hlutir sem DEPOT hefur að bjóða en þeir eru með fleiri vörur eins og rakspíra, nærngar í hár og skegg, raksápur og margt annað.

DEPOT er ný vara á Íslandi og mun bráðum koma á allar helstu klippi/rakarastofur landsins. Hægt er að senda okkur á Pigment.is skilaboð fyrir fleiri upplýsingar.

 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa