Sumir skipta hárinu sínu alltaf í sömu skiptinguna á meðan aðrir eru duglegir að breyta til og elta jafnvel tískuna með það. Miðjuskiptinginn kom virkilega sterk inn lengi vel en nú er farin að vera meira um hliðarskiptingu og toppa síðasta árið.

Núna viljum við vekja atygli á „flippinu“: Að vera með enga skiptingu og flippa hárinu til og frá.

Þessi tækni og tíska gefur hárinu meiri fyllingu.

Best er að setja lyftingarsprey eða froðu í hárið og mæli ég með Body.Builder frá Kevin Murphy. Það er froða sem gefur hárinu góða fyllingu og lyftingu án þess að vera klístruð og stíf.


Því næst er langbest að blása hárið og sveifla sér á hvolf á meðan þú blæst rótina til þess að ykja lyftinguna og að hún haldist sem best og lengst.
Ef þú ætlar að slétta hárið eða krulla þá er best að sleppa að fara alveg að rótinni svo þú missir ekki þessa fallegu lyftingu sem komin er eftir blásturinn.

Eini gallin við flippið er að við rennum höndunum mun meira í gegnum hárið heldur en ef við erum með fasta skiptingu. Á höndunum erum við með húðfítu sem gerir hárið okkar feitar mun fyrr en venjulega. Svo gott er að nota þurrsjampó svo þú sert ekki að þvo á þér hárið alltof oft því þá lendum við í klípu.

Ætlar þú að nota „hair flip“ í dag?

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa