Það er svo langt síðan ég hef deilt með ykkur hvaða sjampó og næringu ég er að nota, en síðustu vikur hef ég verið að nota Head & Heal frá Maria Nila.

Vörurnar voru fengnar að gjöf

Maria Nila er hárvörumerki frá Svíþjóð sem hefur myndað sérstöðu á hárvörumarkaðinum að vörurnar þeirra eru 100% vegan, sulfate og paraben fríar. Ég hef verið að nota Head & Heal línuna síðan í byrjun janúar og er mjög ánægð. En sjampóið hefur þann eiginleika að vinna með vandamál í hársverðinum svo sem vinnur gegn flösu, hindrar hárlös og eykur hárvöxt og verndar hárið. Í formúlunni er einnig Aloe Vera og hjálpar til að græða hársvörðinn, E-vítamín til að koma í veg fyrir skemmd í hársverði.

Þar sem ég verð oft mjög þurr á hársverðinum á veturnar í kuldanum að þá fannst mér alveg tilvalið að prófa sjampóið og hefur þurrkurinn minnkað. Mér finnst sjampóið henta mínu hári ótrúlega vel og ég veit ekki hvort það sé ég, en mér finnst sjampóið halda betur í liðina mína heldur en önnur sjampó og er ég því MJÖG sátt. Ég spái alltof mikið í lyktum á vörum og er fersk ferskjulykt af sjampóinu. Sjampóið freyðir vel svo það þarf lítið af vörunni í hvert sinn. Vörurnar frá Maria Nila fást á helstu hárgreiðslustofum landsins.

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.