Ég ákvað að taka smá myndband þegar ég var að græja mig heima.
Ég sýni ykkur hvernig hægt er að gera léttar og fallegar bylgjur í hárið með sléttujárni.

Auðveld og fljótleg leið til þess að fá góða fyllingu í hárið og er skemmtileg breyting frá því venjulega.

Ég notaði Young Again olíuna frá Kevin Murphy það er hitavörn í henni og góður raki. Olían er full af andoxunarefnum frá Immortelle jurtinni. Hárið mitt veðrur virkilega fallegt og mjúkt af þessari olíu og er hún ekki að þyngja eða fita hárið.

Eftir blástur þá skipti ég hárinu niður og renn með sléttujárninu upp og niður til þess að búa til byljgur. Ég nota GHD þar sem hitinn á þvi fer aldrei fyrir ofan 195°C og það er mjög gott að gera bylgjur og liði með þessu járni þar sem kantarnir eru rúnaðir. Rúnaðir kantar gera það mun auðveldara að gera fallegar bylgjur og krullur.

Það þarf að passa þarf að halda ekki of fast þá er hætta á þvi að járnið stoppi of lengi á sama stað og gæti gert hárinu skaða. Sléttujárnið á að geta runnið létt i gegnum hárið.

Ég elska að bylgja á mér hárið á þennan hátt þar sem bylgjurnar eru mun eðlilegri.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa