Stutt hár býr til sterkan karakter. Ég hef séð stelpur klippa sig stutthærðar og standa mun uppréttari en áður. Hárið er ekki lengur fyrir að fela hverjar þær eru.

Ég er orðin rosalega hrifin af stuttum klippingum og þá sértaklega þeim sem eru með síða toppa.

9943ea8c8d8718bc23ff3c14c8bfd149

Stuttur hnakki og síður toppur: Hægt er að greiða sér í allar áttir þegar toppurinn er síðari. Hægt er að krulla, byrlgja og flétta toppinn líka og móta hann í allar áttir.

daba5cad01381ad566c728e313bce3bbcc3dc4aebb8d7eeadd085723057aae6e stutttt

Mér finnst stutt hár fara flestum, höfuðlag og andlit segja mikið um hvernig væri best að klippa hárið. Hjá sumum væri flott að hafa meiri sídd en hjá öðrum er það jafnvel styttri toppur og enþá styttri hár. g er Stutt hár er æðislegt og eins og ég sagði áður það býr til ákveðin karakter en það fer ekki samt öllum að klippa hárið stutt. Ég er með nokkrar sem koma til mín i litun og klippingu sem eru með ótrulega fallegt hár, þær eru að greiða sér á mismunandi vegu og leyfa hárinu að vera sleigið. Oft er sítt hár falið upp í snúð eða tagli og jafnvel ekki klippt í nokkur ár. Ef þú ert föst þar þá er um að gera að breyta aðeins til þó það væri ekki nema nokkrir sentimetrar af eða styttur við andlitið. Sítt hár þarf að njóta sín og vera fallegt.

924fd07fbff60d5ca43432bf264ec7d7 st stutt

Stutt hár gefur þér lyftingu. Auðvelt er að lita það fram og til baka þar sem þú ert oftar að klippa endana heldur en þær síðhærðu.

Nú eru fleirri í Hollywood að klippa sig stutthærðar en þar á meðal er Kirsten Stewart, Jennifer Lawrence, Kaley Cuoco og Scarlett Johansson svo einhverjar séu nefndar.

fe076138dd81083e77ec3b62529e621ba2faf4f2ff5400ccc568ecde3378cedb 1414040035722_image_galleryimage_pictured_kaley_cuoco_mand761fd8a59bc06fe367c9d15b60d8a3e9

 

katrín sif

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa