Færslan er stutt og laggóð að þessu sinni, en mig langaði ótrúlega til að sýna ykkur nýja hárið mitt! Það er nú líka langt síðan ég skrifaði síðustu hár færslu. Ég fór til hennar Katrínar á Sprey Hárstofu eins og ég geri alltaf, en ég verð aldrei fyrir vonbrigðum hjá henni eða stelpunum þar.

Undanfarna mánuði hef ég verið með mjög ljóst og aflitað hár í bleikum og fjólubláum tónum inn á milli, en mér fannst kominn tími á að poppa það aðeins upp og fara út í hlýrri og haustlegri lit. Kata dekkti því hárið inn á milli og og í rótina til að gefa því meiri hreyfingu og skellti svo kaldari tóner í það yfir vaskinum til að losna við gula tóna í endana.

14194245_10157507893580372_306242169_n

14159061_10157507892630372_1939247159_n

Ég er virkilega ánægð með útkomuna og ætla klárlega að halda þessu við í smátíma áður en ég fer aftur í breytingar.

14159759_10157507895355372_427790485_n

unnamed

Eins og alltaf mæli ég hiklaust með stelpunum á Sprey Hárstofu – þær eru algjörir snillingar í faginu.

Gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is