Flest okkar höfum séð eða heyrt orðið OLAPLEX, við vitum að það tengist hári en hvað nákvæmlega er það?


Olaplex er ekki næring heldur meðferð fyrir hárið. Ef þú hefur aflitað það mikið, ert alltaf að breyta til eða ert að fara í ofurbreytingar, til dæmis frá svörtu yfir í ljóst þá er Olaplex það sem þú vilt. Olaplex byggir upp hárið þitt og endurlífgar. Sumir halda að það lýsi hárið sem er ekki rétt, en það heldur hárinu heilbrigðu og sterku. Það sem sagt byggir upp hárleggin og bætir upp. Með því að byggja það upp höfum við fagmenn möguleika á að lýsa hár meira og á skemmri tíma en áður fyrr og viðskiptavinir okkar geta prófað meira. Þau þurfa ekki að hafa áhyggjur og fengið háralitin sem þau leita eftir á skemmri tíma.

Hvernig er Olaplex notað?

Olaplex skiptir sér í þrjá parta, fyrstu tveir eru gerðir á stofu en sá þriðji fer með þér heim.
Svona virka stiginn:

  1. Olaplex Nr. 1 – Bond Multiplier:  Við byrjum að byggja upp hárið með þessum vökva, hægt er að fá hann hreinan sem stofu meðferð en ef þú ert að koma til dæmis í aflitun eða strípur þá er hann blandaður út í litinn. Bond Multiplier hefur þau áhrifa að halda hárinu saman og styrkja það.
  2. Olaplex Nr. 2 – Bond Perfector: Eftir að hafa skolað allan lit úr hárinu er Bond Perfector settur í hárið og látinn bíða í 10-20 mín. Þetta byggir hárið upp en betur, gefur því glans og mýkt ásamt því að loka meðferð nr 1.
  3. Olpaplex Nr. 3 – Hair Perfector: Nú er komið að þér að halda meðferðinni áfram. Hair Perfector er notaður einu sinni í viku og látinn bíða í röku hári í ekki minna en 10 mínutur. Svo er sjampóað og nært eins og venjulega. Ef þú vilt fá dýpri meðferð mælum við með að vera með Nr. 3 í 30 til 40 mínútur í hárinu. Hárið þarf að vera rakt til þess að meðferðin sé virk.

Olaplex færðu á öllum helstu hárgreiðlsustofum. Þegar þú ert að koma í breytingu eða vilt fá Olaplex meðferð spurðu hvort stofan sé með Olaplex þjónustu. Gott er að koma í Olaplex meðferð ef hárið er þurrt, brothætt, viðkæmt, aflitað eða ef þú vilt halda rauðum lit betur. Hár þar ekki að vera brothætt eða litað til þess að þú getir notað þetta. Olaplex er ætlað öllum.
Við mælum hiklaust með að nota Nr. 3  heima svo að þú fáir bestu útkomuna af meðferðinni.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa