Þið sem fylgist með mér á Snapchat sáuð eflaust að ég skellti mér í 12 daga ferð um Bandaríkin með kærasta mínum. Upphaflega átti ferðin að snúast um að liggja í leti á Flórída og láta sólina baða sig, en það breyttist hinsvegar þegar Irma blessunin ákvað að mæta með skelli. Svo ferðalagið breyttist í að keyra um Bandaríkin og forðast fellibyl sem var mjög gaman. Njóta lífsins í sólinni, keyra í gegnum sjö fylki og enda ferðina á borgarferð um Washington! Algjört ævintýri – enda keyrðum við um 1.700 km.

Áður en ég fór út að þá var ég búin að fá vörur frá Moroccanoil úr sólarlínunni þeirra svo auðvitað var ég mjög spennt að prófa þær. Ég er forfallin aðdáandi og nota Moroccanoil vörur á hverjum degi. Það er bara eitthvað við þessar vörur sem ég elska.

Vörur fékk greinarhöfundur að gjöf

MOROCCANOIL TREATMENT

Olíuna þarf varla að kynna fyrir lesendum mínum. En olían frá Moroccanoil gerir mikið fyrir hárið mitt, svo auðvitað tók ég hana með út. Ég set 1-2 pumpur í rakt hárið, rétt í endana og svo dampa ég rest yfir allt hárið (en samt ekki í rótina). Hárið verður mjúkt og glansar. Olían hraðar líka þurrkunartíma, sem hentar vel fyrir hár sem er extra lengi að þorna eins og mitt. Ég fékk hana í litlu ferðasetti til að taka með út og var það var mjög hentugt, því ég gæti ekki lifað án hennar. Hvað þá í miklum raka þar sem ég ræð ekki við hárið mitt.

ANDLITSVÖRN OG VARASALVI

Það er nauðsynlegt að hugsa vel um húðina og vernda hana á meðan hún er í sólinni. Ég fékk andlitsvörn frá Moroccanoil með 30 í vörn (SPF 30). Ég er með frekar viðkvæma húð svo ég notaði sterkari vörn en 30 fyrstu daganna. Síðan notaði ég eingöngu Moroccanoil andlitsvörnina og var mjög ánægð. Í fyrsta lagi er hún ætluð sér fyrir andlit sem er kostur, því oft eru kemísk efni í sólarvörnum sem eru ekki góð fyrir andlitið. Ég bar á mig vörnina 15 mínútum áður en ég fór út í sólina. Það er eins og að bera gott rakakrem á sig þegar hún er notuð því hún er mjög létt, gefur mikinn raka og lyktar eins aðrar vörur frá merkinu. Þeir sem þekkja Moroccanoil vörurnar þekkja lyktina af vörunum, já ég angaði eins og Moroccanoil alla daga úti ég elskaði það!

Það má ekki gleyma vörunum í sólinni, svo ég bar á mig Moroccanoil varasalvann sem er með 20 í vörn (SPF 20). Hann er mjög góður, klístrast ekki og gefur góða næringu. Hann er eins og góður gloss nema með vörn, sem er ótrúlega sniðugt.

 MOROCCAN SUN OIL  & AFTER SUN MILK

 Uppáhalds í ferðinni var klárlega Moroccanoil sólar olían, en eins og ég kom að þá er ég með viðkvæma húð og passa vel að bera á mig góða vörn. Olían er eingöngu með 15 í vörn (SPF 15) svo ég notaði hana ekki fyrstu daganna. En þegar ég gat loksins notað hana að þá var svo ánægð! Ég hef áður notað sólar olíur og þær eiga til klístrast og smita út frá sér í allt. Þessi sólar olía gerir það ekki, heldur er hún mjög létt og auðvelt að bera hana á sig. Það þarf lítið magn til að bera á stór svæði svo hún rennur vel á húðinni, lætur hana glansa og gefur henni næringu. Svo auðvitað lyktin, já lyktin er guðdómleg! Ég naut mín með þessa olíu úti. Hlakka næst til að komast út í sól og nota hana aftur.
Eftir sólböðin að þá notaði ég Moroccanoil After Sun Milk sem gaf húðinni minni akkúrat það sem hún þurfti eftir sólarböðin. Raka, vernd, næringu og mýkt.

Hægt er að nálgast vörurnar á helstu hárgreiðslustofum og sölustöðum Moroccanoil á Íslandi

Þangað til næst!

Þið getið fylgst með mér á Instagram @gudbjorglilja og á Snapchat undir nafninu gudbjorgliljag

Guðbjörg Lilja

Guðbjörg Lilja Gylfadóttir er 29 ára ný útskrifuð með BSc í sálfræði. Hún er mikil áhugamanneskja um tísku, hönnun, ljósmyndun og ferðalög. Guðbjörg er einnig matgæðingur og elskar að elda góðan mat, drekka kokteila og unir sér best í góðra vina hópi. Hún skrifar um allt sem vekur áhuga hennar og það sem henni þykir skemmtilegt og veitir innblástur.
Netfang: gudbjorglilja@gmail.com.