Ljóst hár býður upp á ótrúlega marga möguleika. Það er svo flott að sjá þessa ljósu lokka sem stundum eru alveg hvítir, silfur gráir eða jafnvel eins og regnboginn – pastel tónað hár er alveg einstaklega flott að mér finnst.

c4ff8536b39e238872ebdd45c6acc40b

Það er auðvelt að leika sér með ljóst hár, svo mikið af tónerum til sem breyta tóni hársins í nokkrar vikur og svo í næsta tíma er hægt að prufa einhvað allt annað.

Nú eru margir sem vilja prufa að lita sig ljóshærða og margir hafa jafnvel verið dökkhærðir lengi eru kannski að lita hárið á sér með pakkalit líka.

7ee8a4ae72e49e765f878cfa3aca2ec7

Hvernig virkar þetta ferlið? 

Þegar þú ert komin á það plan að lita þig ljóshærða þá er sniðugt að hringja eða koma við á þá hárgreiðlsustofu sem þér langar að fara á. Gott er að láta viðkomandi vita að þú ætlir í breytingu. Það er gott fyrir fagmannin að vita það svo hann geti bókað lengri tíma á þig og fengið aðstoð hjá nema jafnvel ef það þar. Lang best er að hafa nægan tíma fyrir þessa breytingu.

3960c5ea62c322739593e86b620ad512

Hvernig er lýsingar ferlið?

Ferlið er misjafnt eftir því hvað hárið hefur gengið í gegnum.
Ef hárið er ólitað þá er auðvelt að lýsa það upp. Ef hárið er með lit í sér þá er lang best að vera hreinskilin og segja frá sögu hársins. Ertu búin að lita það heima? Hefur þú verið ljóshærð áður? Er langt síðan? Hefur hárið lent í áfalli; til dæms brunnið (eftir litun)?
Þetta hefur allt áhrif. Heimalitun getur verið mjög erfið til að ná úr og gæti tekið lengri tima að lýsa hárið upp. Ef þú hefur verið ljóshærð áður og jafnvel aflituð þá er sá litur ennþá undir dökka litnum og er því hárið viðkvæmara og sérstaklega ef það hefur lent í bruna eftir slíkan lit.

Hverju máttu búast við?

Það gæti tekið nokkur skipti að fá hárið ljóst og jafnvel í þann tón sem þú vilt.
Vertu með opin huga og þolinmóð. Hárið fer í gegnum ákveðið tónaferli og það eru hlýjir tónar sem koma í ljós þegar það er verið að lýsa hárið. Það er hægt að gera þetta á nokkra vegu. Það er hægt að litahreinsa hárið sem er sniðugt ef þú ert mjög dökkhærð, það er hægt að setja stípur í hárið ef þú vilt hafa hreyfingu með og svo er það aflitun en þá er planið að verða algjör ljóska.

71de7ccf7b936078a039bd2ba986ce23

Tekur þetta langan tíma? Kostar þetta mikið?

Það er misjafnt hversu dökkt hárið þitt er og líka hversu ljós þú vilt vera. Sama er með verð, það fer eftir hvað planið er og hversu lengi má ferlið taka. Viltu gera þetta hægt og rólega þannig hárið sé alltaf fallegt eða viltu verð ljóshærð sem fyrst? Einnig hefur saga hársins áhrif á hvað er best að gera og hversu hratt það má gerast. Svo ferð verð líka eftir stofum.

6dd751346717aa8cef6d9a81a90c99d2

Hvað er best að gera?

Talaðu við fagmanninn þinn og hlustaðu á hvað honum/henni finnst besta aðferðin fyrir þitt hár. Margar stofur eru með Olaplex, en það er meðferð sem viðheldur hárinu og byggir það upp. Olaplex er bæði notað út í liti og hægt er að halda áfram með því að kaupa Olaplex sem þú tekur með heim til þess að halda meðferðinni áfram.
Þegar þú mætir í litun og þá sérstaklega lýsingu skaltu aldrei þvo á þér hárið sama dag. Best er að þvo ekki í nokkra daga fyrir litun þar sem nátturulega húðfitan ver hársvörðinn. Sumum finnst óþægilegt að mæta í stólin með skitugt hár en það er mun betra fyrir þig og hárgreiðlsufólk er vant ýmsu. Gott er að djúpnæra hárið vikuna fyrir jafnvel til þess að gefa hárinu þínu extra raka og styrk fyrir litunina og halda því áfram á meðan þú ert í lýsingar ferlinu þar sem hárið þitt þarf meira af því meðan á því stendur.

Þegar þú ert búin að ná litnum sem þú dreymri um þá er mjög gott að hugsa vel um hárið.
1. Notaðu góðar hárvörur; sjampó, næringu, djúpnæringu og mótunarvörur.
2. Gott er að gef hárinu raka, aflitun þurkar upp hárið. Gott er að eiga olíur, prótein eða leave-in næringar sem er sett í hárið alltaf eftir þvott.
3. Djúpnæra hárið aðra hverja viku eða einu sinni í viku.
4. Ef þú vilt viðhalda köldum tón í hárinu þá er blátt/fjólublatt sjampó nauðsynlegt.
5. Hitavörn, við viljum ekki gera hárið viðkæmara en það er.

48d8b1a537b234a1860d1307320d4bde

Þannig mín ráð er að tala við fagmann, gefa sér tíma og gera ráð fyrir að þetta mun kosta eitthvað – en fyrst og fremst er að sýna þolinmæði og hugsa vel um hárið á sér!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa