Við lifum á tíma sem okkur finnst tíminn sem við höfum ekki vera nóg og okkur finnst hann fljúga mjög hratt frá okkur.

Mér finnst rosaalega mikilvægt að stoppa og aðeins njóta þess sem er i kringum mig.

Ég set mér ákveðnar reglur með símanotkun svo tíminn minn hverfi ekki á þann hátt.
Ég hreyfi mig daglega og reyni að slaka á á kvöldin. Helgarnar fara mest í einhver ævintyri, hitta vini eða njóta þess að ekkert sé á dagskránni.

Það þurfa allir dekur í sitt líf svo hérna er smá uppskrift af góðum sunnudeigi.

Andlega dekrið

  1. Ef þú hefur möguleika á að að sofa út, gerðu það! Byrjaðu daginn í ró og næði.
  2. Góður og hollur morgunmatur er það besta í heimi og gerir góða hluti fyrir líkama og sál. Hafragrautur eða prótein pönnsur eru mitt uppáhald en suma sunnudaga er notalegt að taka smá stefnumót í bakaríinu og fá sér sætabrauð og te eða kaffi.
  3. Hreyfing, hún er nauðsynleg og á alltaf að vera skemmtileg. Setja sér markmið. Hreyfing er ekki bara það að hoppa í ræktarstöð og vera þar í 2 tíma. Við erum með ótrúlega fallega nátturu og ættum að labba göngustígana sem eru í boði. Labba, skokka, hjóla, labba upp fjall, sund eða ræktinn. Allt er þetta gott og hreinsar bæði stress og vanlíðan í burtu.
  4. Heitur pottur eða bað. Það er svo notalegt að koma heim, kveikja a kertum, skrúbba líkamann með þurrbursta eða skrúbbi (NKD scrub – Mint frá Lineup.is er æðislegt) og setja 1 bolla af Epsom salti í baðið. Epsom salt er einstaklega gott við vöðvabólgu, skordýrabiti, kölkun í liðum, útbrotum, exemi, húðbólgu (dermatitis), bakverkjum, mari, eyslum og strengjum ýmiskonar og til almennrar slökunar. Saltið gagnast einnig við sótthita, kvefi og flensu. Til þess að gera enn betur við sig er mælt með að einnig sé bætt við nokkrum dropum af Eukalyptus olíu í baðið fyrir frískleika. Epsom saltið færðu í stórum dúnk í Garðheimum.

Notarleg kvöldstund

  1. Nú er komið að dekra hár og húð. Ég nota Repair Me Wash og Rinse frá Kevin Murphy þegar ég þvæ á mér hárið en á dekurdögum þá nota ég Integrity Intensive treatment djúpnæringuna frá MILKSHAKE. Hún inniheldur lífrænt Muru Muru smjör og þarf aðeins að bíða í þrjár til fimm mínútur í hárinu svo það er ekkert vesen með að djúpnæra hárið af og til.
  2. Ég set á mig bodylotion frá Elizabeth Arden  í þetta skriptið nota ég Green Tea Refreshing body lotion sem gefur húðinni einstakan raka.Húðinn er næst, eftir að ég hef hreinsað hana vel þá ég nota fyrst Nordic Skin Peel frá Skyn Iceland, sem er létt sýrumeðferð.
  3. Hita te ketilinn og geri hann tilbúinn en mér finnst æðislegt að fá mér gott te á meðan ég bíð með maskan á mér. Ég ætla fá mer Pure Beauty sem ég fékk í gjöf frá systur minni síðustu jól og fæst það í Maí verslun.
  4. Maskinn kemur frá Lineup.is og er það NKD face – clay mask. Hann hentar minni húð einstakegla vel en þessi maski hreinsar dauðar húðfrumur ásamt því að örva blóðrásina. Leirinn dregur i sig óhreinindi, skaðleg eiturefni og olíu án þess að þurka húðina og veitir henni nauðsynleg steinefni.

Nú er mega góður dekur dagur komin að lokum og þá hoppar maður upp í rúm með nýjum sængurverum…..ekkert betra!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa