Lúsmý er tiltölulega nýtt vandamál sem Íslendingar eru að glíma við. Lúsmýið byrjaði að gera vart við sig síðasta sumar í Hvalfirði og nágrenni en hefur dreyft sér víðar nú í sumar.

Sjálf fékk ég nokkur bit í fyrrasumar heima hjá mér í Mosfellsbæ. Ég kippti mér lítið upp við það því þetta var svo lítið en þetta gjörbreyttist núna í sumar. Þetta byrjaði rólega með einu og einu biti á næturnar. Svo þegar júlí gekk í garð fjölgaði bitunum ört.
Ég hef prófað alls konar ráð til að minnka kláða og til að fæla flugurnar í burtu og ætla að deila minni reynslu með ykkur.

AFTER BITE – THE ITCH ERASER

Það fyrsta sem ég gerði við bitunum mínum var að fara í apótek og kaupa eitthvað til að minnka kláðann. Þetta var ódýrasti kosturinn og ég keypti mér þetta til að byrja með án þess að gruna nokkuð að bitin myndu versna!
Þetta er penni sem inniheldur meðal annars ammóníak og fleiri efni sem eiga að róa húðina. Hann virkaði reyndar ekki á mig, því miður.

MILDISON

Ég fór svo loksins til læknis sem staðfesti að þetta væri skordýrabit og fékk lyfseðil fyrir Mildison til að bera á húðina. Mildison er sterakrem sem er hægt að fá án lyfseðils í minni túbum, en ég fékk stóra með lyfseðli. Kremið gerði engin kraftaverk, en minnkaði samt kláðann eitthvað.

Þegar kremið er borið á líkamann verður að passa að nudda sem minnst, annars eykst kláðinn bara!

LÓRITÍN

Læknirinn ráðlagði mér líka að taka Lóritín. Lóritín er ofnæmislyf í töfluformi sem fæst í apóteki án lyfseðils. Ég prófaði það í nokkra daga en fann svo lítinn sem engann mun. Mig klæjaði og sveið ennþá jafn mikið. En það sakaði ekki að prófa!

B – VÍTAMÍN

 

Einhvers staðar las ég að B vítamín ætti að hjálpa. Ég fór út í búð eins og skot og keypti mér B-12 vítamín tuggutöflur. Ég tók það líka í nokkra daga en ég lagaðist ekkert.
Ég veit samt um eina sem var ekkert bitin eftir að hún byrjaði að taka B-12 vítamín þannig það gæti virkað fyrir einhverja!

LAVENDER ILMOLÍA

Þegar ég var bókstaflega farin að sjá flugurnar bíta mig fékk ég nóg og lagðist í heljarinnar rannsóknarvinnu. Ég leitaði og leitaði á netinu af leiðum til að fæla flugurnar í burtu. Ég komst að því að lúsmý forðast sterkar lyktir eins og lavender og tea tree. Mér til mikillar hamingju átti ég lavender olíu til að blanda út í vatn. Ég spreyjaði í gluggakistuna, gardínurnar og yfir rúmið fyrir nóttina.

Það má eiginlega segja að þetta hafi svínvirkað! Ég hef ekki tekið eftir neinum nýjum bitum eftir að ég prófaði þetta og þar að auki hef ég líka sofið betur. Lavender hefur nefnilega líka róandi áhrif og er gott fyrir fólk með kvíða!

ANNAÐ SEM VIRKAR:
  • Hafa gluggann lokaðann á næturna (ég persónulega get það ekki því það verður svo heitt inni í svefnherberginu)
  • Sofa í fötum sem hylja útlimi
  • Bera þykkt krem með sterkri lykt á líkamann fyrir svefninn því þá ná flugurnar ekki að bíta þig

Ég vona að þið getið nýtt ykkur þessi ráð og að þið eigið bitlaust sumar!

Ef þið viljið fylgjast meira með mér þá er ég á instagram og snapchat: alexandraivalu9

Takk fyrir að lesa!

Alexandra Ivalu

Alexandra er 19 ára Mosfellingur og stundar nám við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Hún er hálf íslensk og hálf grænlensk en hefur búið alla sína ævi hérlendis. Áhugamál Alexöndru eru förðun, útivera, ljósmyndun og hundar. Þið getið fundið Alexöndru á Instagram undir @alexandraivalu.