Mér finnst ég stundum vanta hugmyndir um hvað ég gæti gefið bæði kærasta, vinkonum og fjölskyldu í jólagjöf. Yfirleitt á maður að gefa það sem maður sjálfum langar í, en stundum virkar það ekki og okkur vantar þá hugmyndir.

Ég ætla gefa ykkur smá lista af hlutum sem ég þekki og mæli með og væru frábærir í jólagjafir.

Að gefa upplifun 

Gisting á hóteli útí sveit, river rafting, jöklaferð, hellaskoðum, dekur, brunch og fleira. Hægt er að gefa þetta eitt og sér eða vera búin að plana dag sem þið takið frá og njótið saman. Þessar gjafir eru alltaf yndislegar.
1f-south-coast-super-jeep

Kerti og spil – eða bara spil

Ég elska spil og ég á slatta af þeim. Ég mæli með spilinu PANDEMIC en það er spil þar sem allir leikmenn vinna saman á móti spilinu. Það gengur út á það að lækna sjúkdóma sem dreifast um heimin. Leikmenn vinna saman í að bjarga heiminum.
SCOTLAND YARD er svo annað spil sem ég mæli með en það er svokallað „löggu og bófaspil.“
Önnur spil sem eg mæli með eru CAMEL CUP, SEQUENCE og CATAN.

14962330_10157859149920372_1637589928_n

Dekur fyrir húð og hár 

Sjampó, hárnæring og hármaski. Þetta eru vörur sem allir nota og það er skemmtilegt að gefa pakka með flottum vörum í. Ég mæli með KEVIN MURPHY hárvörunum. Ástralskt merki sem eru bæði sulphate og paraben lausar vörur og eru þau alltaf með fallega jólapakka. Fást á helstu hárgreiðlsustofum, til dæmis á Sprey og Sápa.is 
img_4423SKYN ICELAND húðvörurnar. Ég á eitt besta krem frá þeim sem ég hef prófað og er ótrulega ánægð með þessar vörur. Skyn Iceland eru vörur frá Ameríku en eru unnar út íslenskri nátturu og eru þær paraben lausar. Fást hjá Nola.is
14937109_10157859150975372_364610925_nSvo eru það baðvörurnar en ég mæli með vörurunm hjá Alena.is sem bera nafið Being. Þau eru með kaffiskrúbba, baðsölt og fleira en ég sjálf keypti mér baðsalt hjá þeim og svo Release – Milk Bath en það inniheldur kókossmjör og rósablöð sem eru sett í baðið og mýkir húðina ótrúlega mikið upp. Það er æðislegt að fara í bað með BEING vörurum.14914875_10157830820980372_97535972_n

Ræktin/Heilsa

Ef manneskjan er mikið í ræktinni er tilvalið að gefa henni einhvað tengt því þar sem maður á aldrei nóg af til dæmis ræktarfötum. WOD Búðin í Skeifunni er með flottar og ódýrara vörur. Ég stunda ræktina alla daga og persónulega finnst mér alltaf að mig vanti ræktarföt. En einnig er sniðugt að gefa rúllu, teyjur, vatns- eða prótein brúsa, ökklalóð, æfingarsokka, lyftingarbelti eða yoga dýnu/handklæði. Flest af þessu finnuru í Útilíf, Intersport og Sportvörur.is.

5bb036a46bed31c79ebd52f20dd14907

Ferðakarfan

Mamma mín og pabbi fengu skemmtilega körfu í fyrra sem var full af ýmsu góðgæti. Í körfunni var bréf og þar var ævintýri sem sagði frá ákveðinni upplifun sem þau gátu ímyndað sér. Til dæmis var súkkulaði frá Belgíu í körfunni og í bréfinu stóð að þau væru staðsett í Belgíu þar sem besta súkkulaði í heimi er gert. Því næst var haldið til Bretlands í bréfinu þar sem þau smökkuðu þetta gómsæta te við sætt lítið kaffihús… og svona hélt það áfram. Pakkinn fékk sögu og þetta var mjög skemmtilegt augnablik. Hægt er að útfæra allskonar körfu hugmyndir eins og dekurkörfur og barnakörfur svo að eitthvað sé nefnt.download

Verkfærin

Sumum vantar alltaf eitthvað verkefæri finnst mér og jafnvel er sniðugt að gefa þeim tösku undir allt saman. Hægt er að kaupa mörg skrúfjárn í tösku til dæmis.tools

Gefðu ferðalag

Innieing hjá ICELANDAIR eða WOW. Ekki amarleg gjöf. Gildir í 2 ár og getur gefið hvaða upphæð sem er sem viðkomandi notar upp í flugmiða.

tumblr_static_tumblr_static_472gzmf57dmo4g4ws80s80okc_640Persónulegar gjafir eru þær dýrmætustu. Ég hef gefið myndabækur sem hægt er að búa til í flestum prentsíðum. Það er ótrúlega gaman að fá svona pakka og allir sitja og fara yfir myndirnar saman. Líka hægt að gefa stækkaða mynd af viðkomandi eða til dæmis af nýjasta fjölskyldu meðlimnum. f67eef41855a6afab7238cbf310ab0cd

Hér er ég komin með nokkrar hugmyndir en alltaf er hægt að fara í það klassíska. Til dæmis hönnunarvörur (flestir sem eru að safna ákveðnu merki), föt, skó, skart eða úr.

Jólagjafir eiga ekki að vera kvöl og pína heldur það á að vera gaman að gefa. Auðveldaðu þetta með því að ákveða hvað þú ætlar að gefa hverjum og einum. Skrifaðu það á miða og svo er lagt af stað í búðirnar. Það gerir þetta auðveldara og skemmtilegra.

all-you-need

Gjafir í dag eru sumar farnar úr böndunum að mínu mati og finnst mér persónlega það dýrmætasta við jólin er að fjölskyldan er að njóta þess að vera saman. Við skulum ekki missa okkur í stressi og skuldum yfir jólin.
Njótum okkar á þessum fallega tíma árs.

katrín sif

Endilega líkaðu við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa