Færslan er ekki kostuð

Öll þekkjum við einhverja manneskju sem á allt. Stundum fleiri en tvær. Kannski á hún/hann ekki bókstaflega ALLT, en kaupir sér samt hlutina eftir þörfum svo að það skilur lítið eftir fyrir ímyndunaraflið hjá þeim sem ætla að versla gjafir handa þeim. Og ef þið eruð eitthvað lík mér þá er alltaf jafn mikil heilaþraut að finna eitthvað við hæfi. Fyrir mitt leyti eru þær að minnsta kosti fjórar sem lenda á mínum jólagjafalista (hæ Þórunn), en gjafirnar verða að uppfylla viss skilyrði. Til dæmis að þau eigi ekki hlutina fyrir og að þeir muni koma til með að nýtast viðkomandi á einhvern hátt.

Ég ákvað að semja smá lista fyrir ykkur sem eigið einnig að pínu flókna jólagjafapésa. Hann er einungis sá fyrsti af langri listaseríu hjá mér fram að jólum og inniheldur sniðugar gjafir sem ég held að gætu fallið í kramið hjá þeim sem „eiga allt.“

untitled

Teatox pakki ásamt hitaflösku HÉR – Skafkort HÉR – Marmarakertastjaki með rósgull loki HÉR – Pyropet kisukerti HÉR – Skyn Iceland Saving Face húðpakki HÉR – Rivsalt HÉR 

Tepakkinn og hitaflaskan er eitthvað sem ég á sjálf og nota óspart. Ég er mikil tedrykkjukona (sérstaklega snemma á morgnana og á kvöldin) og fyrir þá sem eru eitthvað fyrir te þá er þetta mjög eigulegt.

Skafkortið er algjör snilld en kærastinn minn fékk það í afmælisgjöf frá vinapari okkar. Það virkar þannig að þú skefur þau lönd sem þú hefur farið til (svipað og happaþrenna) og getur svo geymt kortið í ramma, en það er einnig mjög fallegt.

Marmarakertastjakinn er svo algjör snilld, en eftir að kertið klárast þá er hægt að geyma allskonar hluti í honum eins og penna, eyrnapinna eða förðunarbursta.

Pyropet kertin hafa notið mikilla vinsælda hér heima, en þau eru bæði falleg stofustáss en svo eru þau mjög töff þegar þau eru brennd niður en þá kemur stálbeinagrind í ljós. Ég myndi persónlega ekki tíma að brenna mitt niður og myndi þá frekar geyma það inni í glerkassa, eins og margir gera.

Það þurfa svo allir að hugsa um húðina og því er tilvalið að velja góðan húðvörupakka fyrir viðkomandi. Þessi tiltekni pakki frá Skyn Iceland inniheldur bæði dekurvörur og vörur til daglegra nota og hentar flestum húðgerðum.

Rivsalt vörurnar finnst mér ótrúlega flottar í eldhúsið og þar sem að þær eru tiltölulega nýkomnar til landsins er ólíklegt að allir eigi þær. Hægt er að velja um minni eða stærri gerð ásamt áfyllingum, stórum saltsteini til að skella á grillið og margt fleira.

Ég hlakka til að gera fleiri svona lista fyrir ykkur og vona innilega að þeir gagnist við jólagjafakaupin!

gunnhildurbirna-1

Endilega líkið við Facebook síðu okkar HÉR – Einnig erum við á Snapchat undir Pigment.is 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is