• Reyndu að forðast hárblásara, slétturjárn og önnur hitatæki. Leyfðu hárinu að þorna sjálft. Mikilvægt er að nota hárvörur eftir þvott sem gefa raka og vernda hárið þó þú notir engan hita á það.
  • Drekktu mikið vatn og vökvaðu líkamann. Það er mikilvægt fyrir húð og hár sem og alla líkamsstarfsemi.
  • Ekki toga og rífa í hárið þitt þegar þú burstar það. Farðu varlega og byrjaðu frá enda og frærðu þig svo ofar og vera með góðan bursta.

burstar

  • Farðu á hárgreiðlsustofu og láttu særa hárið þitt 4 til 6 vikna fresti. Mikilvægt er að nota góð skæri og segja hárgreiðlsukonuni að þú sért að safna.
  • Gott er að vera með fléttu eða laust tagl til þess að vernda hárið betur, t.d. fyrir vindinum sem getur sett hárið í eina flækju.
  • Djúpnærðu hárið reglulega eða skellu þér í ambúludekur. Þú getur lesið HÉR um ambúlur.
  • Aflitun þurrkar upp hárið og gott er að fá ráð hjá fagmanni hvað best er að gera í sambandið við hárlitinn. Margir litir eru prótein- og næringamiklir sem er gott fyrir hárið.
  • Nuddaðu hársvörðinn og herðarnar til þess að auka blóðstreymið.

f911d63792a2c522c99b9f10aa406d5d

  • Ekki þvo hárið þitt oft. Reyndu að þvo það einu sinni til þrisvar í viku.
  • Hugsaðu vel um þig og það sem þú borðar.Farðu út að hreyfa þig, í ræktina, hugleiðslu eða yoga. Stress og mikil vöðvabólga getur hægt á vexti og einnig valdið hárlosi.

katrín sif

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa