Sponsored

Lykillinn að því að safna síðu hári er að nota góðar hárvörur sem henta þínu hári

Ég hef áður fjallað um Milk_shake vörurnar hér á Pigment.is enda mikill aðdáandi þessa vörumerkis. Ég var ekkert smá ánægð að heyra að Milk_shake hefði sett á stokk nýja vörulínu hjá sér sem er eins og sniðin fyrir mig. Nýja línan heitir: Moisture Plus og í henni eru þrjár vörur sem ég ætla að fjalla betur um. Moisture Plus línan er hönnuð fyrir rakaþyrst hár sem þarf á mýkt að halda.

Allar vörurnar ilma af dásemdar lífrænu papaya og allar umbúðir eru umhverfisvænar
Milk_shake Moisture Plus línan hefur gert sig heimakomna á baðherberginu

Það sem að gefur vörunum frá Milk_shake sérstöðu eru mjólkurpróteinin (Quinoa proteins) í þeim. Mjólkurpróteinin styrkja hárið svo það slitnar síður.

Lífrænt papaya er ríkt af næringarefnum sem gefur hárinu fallegan gljáa

Ég tók mér rúman mánuð í að prófa vörurnar og finn nú þegar mikinn mun á hárinu mínu. Ég tók strax eftir því að mér fannst hárið haldast hreinna mun lengur en annars. Það þarf ekki mikið magn af vörunni í hvert sinn svo hún endist mjög lengi. Mér finnst auðveldara að greiða niður úr hárinu eftir sturtu og það flækist almennt minna og hárliturinn endist lengur.

Moisture Plus Whipped Cream 

Ég nota alltaf Whipped Cream eftir sturtu og dreifi því jafnt í rakt hárið. Þetta er leave-in næring sem gerir hárið meðfærilegra og verndar það fyrir hitagjöfum ásamt því að halda áfram að gefa hárinu næringu á milli þvotta.

Vörurnar innihalda hyaluronic sýru sem býr yfir anti-aging eiginleikum

Þessi vörulína verndar hárið einnig gegn geislum sólar og er þess vegna fullkomin ferðafélagi í sólarlöndum og vonandi á Íslandi líka næsta sumar! Það er best að halda í jákvæðnina.

Þú getur nálgast Milk_shake vörurnar á öllum helstu hárgreiðslustofum landsins.

Milk_shake Iceland á Facebook: Smelltu HÉR

Þangað til næst!

Þið getið fylgt mér á Instagram: HÉR

Facebook: HÉR


Anna Ýr

Anna Ýr Gísladóttir er förðunarfræðingur, móðir og stjúpmamma, fagurkeri, heklari og föndrari ásamt mörgu öðru! Þú finnur Önnu á Instagram undir @annayrgisla