Sumarlínan frá OPI er með heldur betur öðruvísi sniði í ár. Línan ber heitir Pop Culture og inniheldur 6 skæra sumarliti, en það sem er frábrugðið línunni er að lökkinn innihalda agnarsmáar kúlur svo áferðin verður gróf, svolítið eins og popp.
Ég er að elska litina í Pop Culture línunni en myndi kannski ekki nota lökkin svona dags daglega en henta fullkomlega fyrir festival og sérstök tilefni.

Þar sem lökkinn innihalda litlar agnir er best að láta lakkið á hreina nöglina, semsagt ekkert undirlakk (base coat) og einnig er yfirlakk (top coat) algjör óþarfi.

Opi pop star, minn uppáhalds litur í línunni

OPI POPS! Ekkert smá sumarlegur litur

OPI BUMPY ROAD AHED

OPI HATE TO BURST YOUR BUBBLE

OPI POP CULTURE línan er fáanlega á næsta sölustað OPI

María Stefáns

María Stefáns er 25 ára móðir og unnusta, með mikinn áhuga á öllu sem tengist heimilinu og hollum lífsstíl. Starfandi naglafræðingur á Hár & Dekur og hefur lokið BS gráðu í sálfræði við HR.
Fylgstu með Pigment.is á Snapchat!