Stjörnumerktar vörur í færslunni voru fengnar að gjöf

Eins og flestir vita þá elska ég allt sem tengist húðumhirðu og reyni að hugsa alltaf vel um húðina. Verandi byrjuð að vinna sem flugfreyja þá hef ég fundið verulega fyrir auknum þurrk í húðinni og hef þurft að breyta húðrútínunni örlítið til þess að þorna hvorki upp né að húðin verði of gróf.

Mig langaði að segja ykkur frá vörunum sem hafa alveg bjargað mér undanfarnar vikur og mánuði í sambandi við að halda húðinni góðri.

OSA Water Mist frá Bioeffect* kom mér ótrúlega skemmtilega að óvart í frábærum pakka sem ég fékk frá þeim um daginn! Ég mun einmitt segja ykkur frá öðru innihaldi pakkans von bráðar. Spreyið er ilm- og alkóhólfrítt, en það gefur húðinni rakabombu með hyaluronic sýru en um leið matt útlit svo að það er frábært til þess að nota yfir farða til þess að fríska upp á sig. Fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og völdum apótekum

Perfectionist Pro Rapid Firm + Lift Treatment frá Estée Lauder* er ein af bestu vörum sem ég hef prófað í mörg ár! Það er svo vinsælt að það seldist upp hjá fyrirtækinu sem er alls ekki skrýtið því áhrifin eru engu lík. Það stinnir upp húðina og dregur úr sjáanlegum ummerkjum um öldrun á skömmum tíma með AHA ávaxtasýrum og Acetyl Hexapeptide 8 (peptíðum), en það fer djúpt ofan í húðina og bætir uppbyggingu kollegens og teygjanleika. Ég sá virkilega mikinn mun á minni húð, en ég hef notað serumið daglega í margar vikur. Fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og völdum apótekum

Mega-Mushroom Relief & Resilience Soothing Face Mask‎ frá Origins* er algjör snilld fyrir þreytta, pirraða húð! Mín húð verður stundum dálítið ert undan þurru loftinu og miklum farða og ég elska að setja þennan maska á mig fyrir extra dekur. Hann róar húðina, gefur raka og dregur úr roða en hann er þróaður af Dr. Andrew Weil með algjörum ofur innihaldsefnum til þess að hafa sem mest áhrif. Fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og völdum apótekum

Micellar vatnið frá Skyn Iceland er ótrúlega mikil snilld, en ég var einmitt að klára mitt núna um daginn. Það þrífur af allan farða á fyrirhafnarlausan hátt, tekur vel af erfiðan maskara og frískar upp á húðina, allt í einni stroku! Það skemmir svo ekki hvað pumpan á því er æðislega góð og kemur í veg fyrir að vatnið fari til spillis. Fæst meðal hjá Nola, Maí, Beautybox og Lyf&Heilsu

The Moisturizing Cool Gel Cream frá La Mer* er algjör snilld, bæði á kvöldin og morgnana undir farða. Kremið jafnar áferð húðarinnar, veitir létta kælingu og gefur raka en fitar ekki yfirborð húðarinnar. Það dregur einnig úr línum og smýgur vel inn í húðina. Ég er gjörsamlega ástfangin og nota þetta krem næstum daglega. Fæst í Lyf&Heilsu Kringlunni og Sigurboganum. 

Moisture Surge™ 72-Hour Auto-Replenishing Hydrator frá Clinique* er go-to rakakremið mitt á þurrari dögum og þegar ég er mikið að vinna. Það gefur húðinni algjöra rakabombu, endurnærir og heldur rakanum endalaust lengi í húðinni. Auto-Replenishing tæknin gerir húðinni kleift að mynda sínar eigin rakabirgðir og læsir rakann í henni. Ég elska hvað húðin mín er mjúk þegar ég nota þetta krem!Fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og völdum apótekum

Énergie De Vie Scrub Mask frá Lancôme er djúphreinsir/skrúbbmaski sem ég kynntist á dögunum, en ég gjörsamlega elska hann. Ekki bara er þægilegt og fljótlegt að nota hann (tekur einungis 3 mínútur fyrir hann að bíða á húðinni áður er hann er nuddaður burt) heldur skilar hann húðinni hreinni og silkimjúkri eftir notkun. Ég mæli mikið með þessum! Fæst meðal annars í verslunum Hagkaupa og völdum apótekum

Creamy Eye Treatment with Avocado frá Kiehl’s er eitthvað sem ég elska og get varla lifað án í dag eftir að ég prófaði það fyrst. Þetta er án efa rakamesta og mest „djúsí“ augnkrem sem ég hef prófað og ég nota það oftast á kvöldin fyrir svefn til að næra augnsvæðið yfir nóttina, en það virkar líka ótrúlega vel á morgnana undir farða. Kremið inniheldur avocado olíu eins og nafnir gefur til kynna en er einnig stútfullt af shea butter og andoxunarefnum. Fæst meðal annars hjá Kiehl’s erlendis og í Sephora 

Þess má geta að um helgina er TAX FREE afsláttur af öllum snyrtivörum í verslunum Hagkaupa!

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Þangað til næst!

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is