Færslan er unnin í samstarfi við La Mer og vörurnar voru fengnar að gjöf 

Spurning um að kalla færsluna frekar „vetrarhúðin“ þar sem að vorið virðist keki ætla að láta sjá sig í bráð. Það er þó aðeins farið að verða heiðskýrara en undanfarnar vikur og ég held fast í vonina um bjartari tíma.

Húðin þarf vanalega alltaf smá „pick me up“ eftir erfiðan vetur, miklar veðurbreytingar og tilheyrandi en það á sérstaklega við núna. Húðin mín hefur átt erfitt þetta vorið en það kom sér heldur betur vel um daginn þegar ég fékk glæsilegan pakka frá einu af uppáhaldsmerkjunum mínum; La mer!

Ég fékk í hendurnar tvær nýjungar sem ég er ekki búin að sleppa síðan ég prófaði þær fyrst, svo dásamlegar eru þær!

The Moisturizing Cool Gel Cream & The Replenishing Oil Exfoliator

Við skulum byrja á The Moisturizing Cool Gel Cream sem er eitt besta krem sem ég hef prófað í seinni tíð! Það hefur alla eiginleika sem ég vil í góðu kremi; algjör rakabomba sem fitar alls ekki húðina en viðheldur rakanum í langan tíma, frábært undir farða, kælandi og endurnærandi. Ég er búin að nota það upp á hvern einasta dag núna í nokkrar vikur og húðin á mér hefur sjaldan verið eins góð! Ég finn aldrei fyrir þurrki yfir daginn en mér finnst líka ótrúlega mikill plús hvað húðin helst bæði rakafyllt en samt frekar mött af þessu kremi. Kremið inniheldur að sjálfsögðu hið víðsfræga Miracle Broth™ sem er í nær öllum húðvörum merkisins.

The Replenishing Oil Exfoliator er svo byltingarkenndur andlitskrúbbur sem nær einhvern veginn að gera allt í einu; fjarlægja óhreinindi og dauðar húðfrumur, mýkja upp húðina og endurnæra hana. Skrúbburinn er olíukenndur og inniheldur bæði sykurkristalla, sjávarsalt, Miracle Broth™ olíu og trefjar úr sjávarþangi sem endurnýja og næra. Ég nota skrúbbinn um þrisvar til fjórum sinnum í viku og finnst æðislegt að nota hann í sturtunni.

La mer vörurnar fást í Lyf&Heilsu Kringlunni og Sigurboganum, en ég mæli eindregið með að þið kíkið á þær og fjárfestið í húðinni fyrir sumarið!

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is