Þessi færsla er unnin í samstarfi við Daría og vörurnar sem ræðir eru fengnar að gjöf

Mig langar til þess að halda áfram að segja ykkur frá vörum frá merkinu PUR. Þessar vörur hafa gert mikið fyrir mína húð og hef ég fundið farða sem hylur vel án þess að ég tapi náttúrulegu útliti mínu.

LIQUID VEIL 4-IN-1  FOUNDATION

Þessi farði gefur ótrúlega flotta áferð sem líkja má við airbrush-áferð. Auðvelt er að blanda farðann sem er einstaklega rakagefandi og léttur. Mér finnst farðinn vera með fullkomna þekju, gefur húðinni náttúrulegt útlit og er því fullkominn fyrir mig til þess að nota dags daglega. Ég er loksins búin að finna farða sem hentar mér! Hann er svo ótrúlega einfaldur og fljótlegur í notkun.

 

G BRUSHES – OVAL ROSE GOLD BURSTI

Þessi bursti er algjör snilld! Ég nota þennan bursta til þess að dreifa farðanum og einnig til þess að dreifa úr skyggingunni á andlitinu á mér (td. kinnar og enni). Burstinn er svo mjúkur, dreifir svo vel úr farðanum og skilur farðann eftir „flawless“.

 

BALANCING ACT SHINE CONTROL POWDER

Þetta ljósa púður (ég mundi samt lýsa þessu púðri sem litar lausu) dregur úr glampa á húðinni og kemur jafnvægi á farðann. Þetta púður hentar öllum húðlitum og húðtegundum. Ég mundi segja þetta púður algjör nauðsyn fyrir olíukennda húð þar sem þetta gefur matt-útlit og áferð áhúðina. Ég mundi lýsa húðinni minni sem blandaðri en þetta púður er eins og himnasending. Ég fýla það í botn því að ég vil alls ekki líta út fyrir að vera sveitt eða með glampa á húðinni.

Ég hef verið að nota PUR vörurnar núna í meira en mánuð og í fullri einlægni þá fíla ég þær ótrúlega vel. Þetta eru góðar vörur sem gera það sem ég ætlast til af þeim og gott betur. Mér finnst þessar vörur einnig á góðu verði og endast rosalega vel. Ég er ennþá að nota fyrsta brúsann af farðanum mínum og nota ég hann á hverjum degi.

Ég gæti ekki mælt meira með þessum vörum. Endilega kíkiði í Daríu í Keflavík eða á daria.is og sjáið úrvalið af PUR vörunum hjá Jóhönnu.

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim