Ég var stödd í Amsterdam á dögunum og vantaði nýjan farða en ég hef verið að nota farða frá Inglot.

Ég fann þar Inglot búð og sá strax nýja línu sem er hönnuð í samtarfi við Jennifer Lopez.

Þessi lína er einstaklega falleg og endaði ég á að kaupa mer maskarann, highlighter og varalit.

Maskarinn er virkielga góður, hann lengir augnhárin vel og klessir ekki. Hann þykkir ekki mikið en ég sjálf vil maskara sem þykkja líka en mér finnst þessi maskari þykkja alveg nóg. Augnhárin eru mjög eðlileg að sjá og það er auðvelt að ná honum af. Það hrinur ekki af honum og hann smitar ekki upp fyrir augnlok eftir langan dag.

Highlighterinn fékk ég í ljósari tóninum; Livin’ The Highlight – J201 Radiant.
VÁ hvað ég elska hann hann er smá út i ferskjutón og virkar sem daglegur highlighter. Ekki of mikill en gerir sitt. Ég elska hann.

Varalitinn valdi ég í stíl við hárið á mér en þessa dagana er ég með feskjulitað hár. Varaliturinn ber nafnið – J201 Hibiscus og er út í feskjutón. Hann inniheldur glans og mér fannst mér tilvalið að prófa einn slíkan þar sem mattir varalitir hafa verið mikið inn og mig langaði að prófa einhvað nýtt. Ég er virkilega hrifin af honum og finnst mér hann einnig virka sem hversdagslegur varalitur sem gefur manni þennan sumarfíling.

Það eru til mun fleiri vörur í þessari línu sem ég mæli hiklaust með, en ég mæli með að þú kikjir á í næstu Inglot búð. Góðar vörur og kona sem kann þetta að vera fab!

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa