Húðumhirðu færslurnar halda áfram hjá mér, en í þetta skiptið langaði mig að minnast á mikilvægi þess að dekra reglulega við húðinni og halda rakanum til staðar í henni svo að hún þorni ekki upp. Bólur eiga það nefnilega líka til að koma þegar húðin er með yfirborðsþurrk og bregst þá þannig við að hún fer að offramleiða olíur á móti sem kemur fram í bólum og stíflum.

Nýverið fékk ég senda tvo maska frá Origins til prófunar sem eiga einmitt að sjá um að endurnýja húðina, róa hana og gefa henni raka; annars vegar Mega-Mushroom Relief & Rsilience Soothing Face Mask og hins vegar Drink Up 10 mínútna rakamaskann. Ég get ekki sagt að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með þá!

MEGA-MUSHROOM RELIEF & RESILIENCE SOOTHING FACE MASK

Þessi maski kom mér rosalega mikið að óvart. Ég bjóst við því að hann myndi róa og næra húðina en aldrei að ég myndi finna svona mikið fyrir virkninni, en ég fann fyrir honum boost-a upp húðina á áhrifaríkan hátt. Þegar ég tók hann af þá var eins og það væri mun meira líf í húðinni, ásamt því að hún væri mýkri og rakameiri. Maskinn inniheldur meðal annars virkni úr Reishi sveppum sem auka mýkt og teygjanleika húðarinnar og róa hana. Lyktin er mild og náttúruleg og maskinn er án allra parabena og mineral olíu. Ég mæli virkilega mikið með þessum!

 

DRINK UP – 10 MINUTE MASK TO QUENCH SKIN’S THIRST

Ég þekkti vel til Drink Up maskans, en var alltaf vön að nota overnight maskann þar sem að mér fannst svo þægilegt að sofa með hann. Þessi er hins vegar örlítið öflugri og gerður til þess að endurbyggja rakabirgðir húðarinnar á einungis 10 mínútum, sem mér finnst ótrúlega þægilegt. Maskinn gefur húðinni sannkallað rakabúst ásamt því að innihalda apríkóukjarna olíu sem mýkir upp og veitir enn meiri raka. Þessi verður fullkominn fyrir annasöm kvöld í sumar þar sem að ég er að fara að vinna sem flugfreyja. Lyktin er mildari en af upphaflega Drink Up maskanum finnst mér og ótrúlega góð.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is