Biotherm á Íslandi bauð nokkrum bloggurum í óvissuferð fyrir nokkrum vikum. Ég fékk þann heiður að fara fyrir hönd Pigment.is og átti skemmtilegan laugardag með hressu liði þar farartæki dagsins voru monster truck glæsikerrum sem fóru með okkur upp á langjökul. Eftir jöklaferðina var svo slökun í náttúrulaugum hjá Krauma og enduðum daginn með dýrindis mat á veitingastaðnum Krauma og með veglega ,,goodie bag“ með Biotherm góðgæti. Frábær ferð í alla staði!

Biotherm hefur alltaf verið merki sem ég hef sóst mikið í, og eins og fátt má nefna nota ég reglulega body kremin og kremaða svitalyktaeyðirinn. Vörurnar úr „goodie bag-inu“ er ég að prófa í fyrsta sinn og ég ákvað að nota þær í nokkrar vikur til að meta þær og hvernig þær færu í mína viðkvæmu húð. Ég fæ auðveldlega bólur eða ertingu í húð ef að varan er of sterk og ég var ekki vör við neitt þess háttar við notkun á þessum snyrtivörum.

 

Nærandi rakamaski: Life Plankton Mask

Maski sem inniheldur lykil innihaldsefni merkisins, Life Plankton, en efnið hefur þá eiginleika að næra, róa húðina, mýkja hana og örva frumuendurnýjun á náttúrulegan hátt. Maskinn hefur haft góð áhrif á mína viðkvæmu húð en ég finn að húðin mín er mýkri, rakameiri eftir svefninn og fersk. Áferðin er fremur gel kennd og hálf kælandi og svo er ótrúlega gott að bera á maskann sig með burstanum.

Nýja uppáhalds næturkremið: Aquasource Everplump Night

Kremið heillaði mig gjörsamlega upp úr skónnum, mig hlakkar alltaf til að bera á mig ilmandi dökka næturkremið mitt frá Biotherm. Áferðin er gel kennd og svört að lit en samt sem áður glær (,,liturinn“ liggur við gufar upp um leið og gelið er borið á húð).  Gelið eflist í myrkri og er því tilvalið fyrir næturblundinn. Mér finnst ég þurfa lítið af því að hverju sinni þar sem það dreifist vel úr því. Húðin mín er líka alltaf silkimjúk og rakagóð eftir svefninn.

Hreint og náttúrulegt krem sem hentar öllumLife Plankton Sensitive Emulsion

Silkimjúkt og milt krem sem má bera yfir allt andlit og undir augu. Kremið er sérstaklega hannað fyrir viðkvæma og hentar því minni húð einstaklega vel. Ég finn það líka eftir að ég ber kremið á mig hversu vel mér líður í húðinni, góður raki, engin fitu slikja sem situr eftir á yfirborðinu og lyktin er einstaklega mild og góð, fremur ólík týpísku Biotherm lyktinni (sem er alls ekki slæm en þó einkennandi fyrir merkið). Kremið kemur jafnvægi á daglegt fitu og vatns tap húðarinnar. Án litarefna, alkóhóls, mineral olíu og ertandi ilmefna.

Hreinsandi froða í sturtunniSkin Fitness Purifying & Cleansing Body Foam

Ég elska að nota þessa froðu í sturtunni. Lyktin er góð og froðan gerir hlutina aðeins skemmtilegri. Ég nota hana líka við rakstur á fótum, algjör snilld. Hreinsifroðan er rík af AHAs sýrum sem að fjarlæga dauðu húðfrumurnar af yfirborði húðarinnar.

Lúxuskrem eftir ræktinaSkin Fitness Firmin & Recovery Body Emulsion

Fullkomið krem fyrir aktífar konur. Í fyrstu fældi lyktin mig svolítið frá því mér fannst hún of sterk. En eftir að hafa prófað það aðeins meira finnst mér það æðislegt. Lyktin er mjög frískandi og vekur mann svolítið upp. Kremið virkar líka svolítið kælandi og hressandi og fer vel inn í húðina ásamt því að styrkja húðina.

Umhverfisvæn sólavörn: Waterlovers Sun milk

Það sem mér finnst best við þessa sólavörn  er að hún skilur ekki eftir sig fitu slikju á húðinni né hvítar rákir. Áferðin er létt og ilmurinn mildur. Sólavörnin er umhverfisvæn á þann hátt að allar plast micro-agnir hafa verið fjarlægðar og skilur því eftir sig minni áhrif á umhverfið og þá sérstaklega sjávarlífið (water footprint).

Ást og friður,

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars