Þessi færsla er unnin í samstarfi við Daría og vörurnar sem ræðir eru fengnar að gjöf

Ég er nú 28 ára gömul og hef aldrei fengið almennilega ráðgjöf hjá fagfólki hvaða vörur henta minni húðtegund. Ég er ein af þeim sem spyr systur mínar og vinkonur hvaða farða þær hafa verið að kaupa og kaupi eins. Ég jafnvel kaupi sama lit af farða án þess að skoða það betur hvort að ég þurfi kannski annan lit. Ég hef aldrei „þorað“ að leita mér aðstoðar fagfólks og oft finnst mér það fráhrindandi að fara í snyrtivöruverslanir og leita mér að aðstoð. Ég veit ekki alveg hvað það er en ég hef bara aldrei viljað spurja um aðstoð hvað þetta varðar.

Ég lét loksins verða að því að leita mér aðstoðar fagmannesku því að mér leið vel að koma í búðina til hennar og fannst ég mjög velkomin. Jóhanna hjá Daríu tók vel á móti mér og kynnti mér fyrir vörum sem komu mér skemmtilega á óvart. Ég sagði henni hverju ég var að leitast eftir í farða, með mína takmörkuðu þekkingu á sviðinu, og hún sýndi mér vörurnar frá PUR ásamt góðum leiðbeiningum um hvernig ég ætti að bera mig að.

PUR

Það má lýsa PUR vörunum sem „make-up with purpose.” PUR vörurnar hjálpa ekki einungis við að bæta útlitið heldur nýtur húðin góðs af í leiðinni. Mikið er lagt upp úr að vörurnar innihaldi góð efni sem bæta húðina og viðhaldi hennar þörfum. Vörurnar gefa afar fallega áferð og náttúrulegt útlit.

SHAKE & BOOST POWDER-TO-CREAM MULTIVITAMIN BOOSTER

Þetta er duft sem blanda má við rakakremið, serum-ið, farðann eða bara eitt og sér. Duftið inniheldur til að mynda vítamín C og B og hjálpar til að halda húðinni „flawless“, mjúkri og lausri við allar fínar línur. Ég fann strax mun á húðinni á mér. Ég blanda þessu dufti við rakakremið mitt sem ég set á mig á undan farðanum.

CORRECTING PRIMER ILLUMINATE & GLOW

Þennan primer set ég á mig á undan farðanum og gefur hann ótrúlega fallegan gljáa í gegnum farðann. Primer-inn felur svitaholurnar, fínar línur, freknur og mislit í húðinni. Þú þarft minna af farða ef þú notar þennan primer því að hann fyllir svo vel í farðann og gefur betri endingu á farðanum. Mér finnst hann æði. Húðin á mér glóir en er samt náttúrulega útlítandi.

CAMEO CONTOUR STICK DUAL – ENDED FOUNDATION

Þetta stifti er algjör snilld! Annar endinn er ljós á litinn og hinn er dökkur. Þessir litir eru notaðir til þess að skyggja þá staði á andlitinu sem hentar þér (til dæmis enni, kinnar og nef) og einnig til þess að birta á þeim stöðum sem henta (til dæmis undir augum). Litirnir eru ótrúlega mjúkir, léttir og blandast vel. Þetta er svo auðvelt í notkun og þá sérstaklega fyrir þær sem hafa ekki endilega mikla þekkingu á að skyggja og birta til á andlitinu á sér. Þetta stifti hentar mér svo ótrúlega vel og auðveldar mér helling þegar ég geri mig til á morgnana.

Processed with VSCO with s2 preset

*Ath. Ef þið klikkið á fyrirsagnirnar þá leiðir það þig inn á vefverslun Daríu með fleiri upplýsingum um vörurnar.

Eins og áðut hefur komið fram þá hef ég sjaldan verið að kaupa mér réttu make-up vörurnar eða í rétta litnum. Með hjálp frá Jóhönnu í Daríu þá hef ég fundið vörur sem standast mínar kröfur. Þessar vörur henta mér afskaplega vel og þá sérstaklega vegna einfaldleika og náttúrulegs útlits sem maður heldur.

Þessi færsla er ein af tveimur þar sem ég mun fjalla um PUR vörurnar og deila með ykkur minni reynslu. Næst mun ég segja ykkur frá svo ótrúlega góðum farða og púðri frá PUR og förðunarbursta sem er eitthvað annað!

Stay tuned!

Karítas Heimis

Karitas Heimisdóttir er fyrst og fremst mamma, enda er sonur hennar líf hennar og yndi. Hún er 28 ára með Bs-gráðu í ferðamálafræðum og starfar sem verkefnastjóri hjá bílaleigunni Sixt á Keflavíkurflugvelli. Hún er búsett í Reykjanesbæ ásamt 16 mánaða gömlum syni sínum og kærasta. Hennar helstu áhugamál eru matur, tíska, ferðalög, uppeldi, fallegir hlutir, heilsa og allt það sem við kemur að rækta líkama og sál.
Karitas mun skrifa um allt á milli himins og jarðar en þá aðallega það sem vekur áhuga hennar og brennur á henni hverju sinni.

Instagram @kariheim

Snapchat: kariheim