1. Bobbi Brown Vitamin Enriched Face Base

Fullkomna rakakremið undir farða! Það besta við þetta krem er að það er bæði rakakrem og farðagrunnur, 2 fyrir 1. Kremið inniheldur shea butter sem nærir húðina vel. Þar að auki er það olíulaust og létt.

2. Maria Nila Luminous Colour Masque

Hárið mitt verður mjög þurrt ef ég hugsa ekki nógu vel um það. Það sem er búið að bjarga hárinu mínu er kombó af góðu sjampói, næringaríkri olíu og þessum hármaska. Ég nota hann eiginlega í hvert skipti sem ég þvæ hárið, það bara virkar ekkert eins vel á aflitað hár og góður maski finnst mér. Ilmurinn er líka dásamlegur.

3. Tarte Shape Tape Concealer

Hands down besti hyljarinn. Ég á 4 ára orkubolta sem sér til þess að fegurðarsvefninn minn er í minnihluta og þar sem baugarnir mínir eru orðnir hluti af mér, þá er það eina sem virkielga virkar Shape Tape hyljarinn sem er eins og strokleður á baugana! Hann er extra-full þekjandi, en samt léttur og situr ekki í fínar línur. Allt sem ég leita eftir í hyljara. Hann fæst ekki á Íslandi (enn sem komið er) en hægt er að panta hann á www.tartecosmetics.com

4. I Want Kandee augnskugga paletta frá Too Faced

Paletta unnin í samstarfi við Kandee Johnson, konan sem er ástæðan fyrir því að ég er förðunarfræðingur. Kandee er regnbogi í mannslíkama og allt sem hún gerir er eintóm hamingja svo að auðvitað varð ég að eignast þessa palettu. Litirnir eru vel pigmentaðir en ljósustu grunnlitirnir eru í uppáhaldi hjá mér, enda mjög vel hugsað að hafa þá stærri þar sem oftar er þörf á þessum grunnlitum. Það hjálpar líka að palettan ilmar eins og sælgæti.

5. Biotherm Deo Pure Sensitive Cream

Auðvelt í notkun, góð og mild lykt, gott fyrir viðkvæma, hvað meira þarf að segja.

6. Glamglow Gravity Mud maski

Þegar ég vil hafa húðina mína upp á par þá er þessi maski eina vitið. Farðinn minn lítur aldrei eins vel út og eftir að ég hef sett þennan maska á mig. Hann lyftir, þéttir og  dregur allar svitaholur saman, þær sjást allavega ekki eins vel. Ég nota hann alltaf þegar ég vil vera extra fín og ,,snatched“. Það er alltaf sjáanlegur munur á andlitinu. Frábær maski til að lyfta og lífga upp á þreyttri húð.

7. Bobbi Brown Luxe Lip í litnum Pale Mauve

Varaliturinn sem passar við alla varablýanta og yfir alla varaliti. Ég nota hann daglega með nude litaðann varablýant undir. Annars hentar hann líka vel til að highlighta brúna-, bleika-, fjólubláa- og jafnvel rauða varaliti. Stór plús við þessa týpu frá Bobbi er að Luxe Lip inniheldur peptíða sem flytja kollagen í varirnar.

8. Rimmel Radiance BB Cream

Uppáhalds BB kremið um þessar stundir. Þekjan er létt og áferðin kremuð án þess að vera fitug. Þetta nota ég alla daga til að jafna út húðlitinn og gefa húðinni ljóma, lyktin er líka dásamlega frískandi. Blanda þessu stundum við Sensei bronzing gelið.

9. St Tropez Bronzing Mousse: Extra Dark

Af því að dark er ekki nógu dökkt fyrir mig. Húðin mín tekur ekki vel í brúnkukrem/froðu því að ljósari litur sést varla á mér. En þessi froða slær öll met og ólífu tóninn gefur húðinni fallegan og náttúrulegan lit.

10. Bobbi Brown Skin Long Wear Weightless Foundation

Farðinn sem er að slá öll met. Lengi vel hef ég notað Long-Wear Finish farðann frá Bobbi en þessi skarar aðeins betur fram úr. Hann þekur og mattar mjög vel án þess að virka þurr. Þar að auki helst hann mjög vel á og virkar léttur á húðinni.

Kristín Einars

Kristín Einars er 26 ára förðunarfræðingur og móðir. Hún lærir myndlist í Listaháskóla Íslands, en hefur unnið sem freelance förðunarfræðingur frá árinu 2013, ásamt því að hafa starfað við að kynna snyrtivörur.
Kristín skrifar um sín helstu áhugamál sem eru förðun, hönnun, eldamennska, uppeldi og jóga.

Instagram @kristineinarsmua – Daglegt líf
@kristineinarsmakeup – Allt sem tengist förðun
Facebook.com/makeupbykristineinars

Deila
Fyrri greinGÖT Í EYRUN
Næsta greinTRAVEL: AÞENA