Milk_Shake Lifestyling línan stækkar en meiri. Thermo Protector er nýjasta varan í Lifestyling línunni og er það hitavörn sem ver hárið frá hita sem kemur frá hárblásurum, sléttujárnum, krullujárnum og öðrum tækjum sem hita upp hárið.

Ég vel Thermo Protector í must have þennan mánuð en þetta hitasprey er einstakt. Það kemur út eins og þurrsjampó og er þurrt en það bleytir ekki hárið þegar því er spreyjað yfir þurrt hár. Það gefur hárinu vörn og léttan glans sem er stór plús.

Næst er það bók sem ég keypti á flugvellinum í London – Words to Inspire. Þessa bók opna ég oft og gef mér setningu sem er fyrir daginn eða næsta dag. Þessar setningar gefa manni orku og láta mann hugsa. Sumar setningar minna mann á hvað það er æðislegt að vera til og gefa þér smá spark í rassinn.
Hægt er að kaupa svona bækur næstum því utúm allt, Eymundsson er til dæmis með mikið úrval af svona bókum.

Nú er að koma vor og roði i kinnum er eitthvað sem allir elska. Ég hef verið að nota kinnalit fra Mac sem heitir Extra Dimension blush – Rost Cheeks. Skær bleikur og þar maður bara rétt að skella smá á kinnarnar og sumarið er komið.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa