Í gegnum árin hef ég sankað að mér förðunar innblæstri á Pinterest, bæði fyrir komandi verkefni en svo finnst mér líka svo ótrúlega gaman að safna fallegum myndum þar og horfa á farðanir sem mér finnst áhugaverðar. Undanfarið hef ég verið að horfa á útgáfur af fallegum eyeliner þar sem að það mun koma sterkt inn núna í vor.

Gylltur eyeliner, vatnslínu eyeliner, hvítur, litaður, mjúkur, grafískur, dreifður, klassískur er eitthvað sem við munum sjá mikið af í vor og því er um að gera að byrja að æfa sig!

Nokkrar hugmyndir

Gylltur liner
Brúnn, spíssaður liner sem er mýktur upp
Grænn liner sem er mýktur upp
Blár liner á efra augnloki
Svartur, þykkur liner við neðri augnháralínu og í vatnslínu
Dökkblár, þykkur liner við neðri augnháralínu
Ljósblár og hvítur liner í vatnslínu
Blár eyeliner í „cat eye“ stíl allan hringinn
Hvítur grafískur liner
Pastel grafískur liner
Blár eyeliner í klassísku formi
Gylltur eyeliner við neðri augnháralínu
Klassískur, svartur liner
Hvítur grafískur liner
Gulur liner
Pallíettu liner

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is