Febrúar er að klárast og hef ég mikið spáð í húðinni. Bæði þar sem ég er að koma frá miklum hita og inn í kulda hérna á Íslandi.

Ég hef verið mikil aðdándi Skin Iceland og notaði krem sem heitir Arctic Hydrating Balm á meðan ég var úti en ég hef ég valið mitt uppáhalds andlits dagkrem á Must have listan þenna febrúar The Antidote Cooling Daily Lotion. Nú er ég komin á mitt þriðja glas af því og er ég í skýjunum yfir hvað það er gott.

Ég er með frekar olíukenda húð og á það til að glansa þegar liður á daginn, farðin helst illa á og oft fæ ég bólur. Með The Antidote Cooling Daily Lotion næ ég að loka húðinni betur og glansinn er lítill sem enginn og mér finnst húðin mín i meiri jafnvægi.
Kremið fæst hjá Nola.is 

Svo er það farðinn! Ó já ég hef prufað þá marga og úff hvað ég hef leitað lengi að þeim eina sanna. Ég datt inná þennan farða frá Inglot alveg óvart má segja. Ákvað að prófa eyeliner frá þeim og keypti mér farða í leiðinni. Ég er svo ánægð að ég gerði það. Þetta er farði sem heitir YSM Cream Foundation, hann er fyrir blandaða húð. Léttur farði sem hylur samt vel og helst vel á allan daginn. Topp einkunn frá mér.

Must have sem er nýtt hjá mér. Förðunarbursti frá Inglot sem ég nota til þess að bera YSM Cream Foundation á mig. Þéttur og mjög góður bursti sem skilur ekki eftir sig línur né dregur í sig farðan. Burstinn heitir Make Up Brush 55S og fæst hann ásamt farðanum í næstu Inglot verlsun.

Katrín Sif

Katrín Sif er hárgreiðslukona og einn af eigendum Sprey Hárstofu. Jákvæðni lýsir henni best og hún hefur áhuga á öllu sem tengist hári og tísku. Snap: spreyharstofa