Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf til prófunar

Þegar konur koma til mín fyrir árshátíðina (eða eitthvað annað) og ætla að farða sig sjálfar, þá vantar þær oft vöruráðleggingar um hvað sé flott að nota í förðunina. Ég mæli oftast með því að kaupa hluti sem þú sérð fyrir þér a að nota einhvern tíman aftur og sem hafa ágætis notagildi. Það er til dæmis hægt að nota glimmervörur við mörg tilefni á mismunandi hátt og svo margt fleira.

 

  1. All Hours* farðinn frá YSL er mitt fyrsta val þessa dagana enda þægilegur, þekjandi og endist lengi á húðinni. Hann oxast mjög lítið og er því ótrúlega góður fyrir tilefni eins og árshátíðir. Fæst í völdum verslunum Hagkaupa og völdum apótóekum – minni á að það eru TAX FREE dagar í Hagkaup þessa dagana!
  2. Longwear Fluidline eyelinerinn frá MAC í litnum Blacktrack hefur lengi verið einn af mínum uppáhalds, en hann haggast ekki og það er auðvelt að vinna með hann. Fæst í verslunum MAC Kringlunni og Smáralind
  3. Það er ótrúlega gaman að prófa sig áfram með litaða maskara og þeir verða ótrúlega vinsælir í ár. Pure Color Envy Lash* frá Estée Lauder eru fullkomnir til að skapa skemmtilegt lúkk, en einnig er hægt að fá þá svarta, vatnshelda og svokallað glimmer top coat. Ég elska þá! Fæst í völdum verslunum Hagkaupa og völdum apótóekum – minni á að það eru TAX FREE dagar í Hagkaup þessa dagana!
  4. Luxe augnskuggarnir* frá BOBBI BROWN eru svo sjúklega fallegir að það nær engri átt! Hægt er að nota þá við öll tilefni en þeir eru fallega sanseraðir og eru flottir hvort sem þeir eru notaðir einir og sér eða ofan á aðra liti. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni – minni á að það eru TAX FREE dagar í Hagkaup þessa dagana!
  5. Augnhárin frá Modelrock eru fullkomin fyrir öll tilefni og þessi sem heita Smokey Velvet eru æðisleg og mjög falleg. Fást í Nola 
  6. Nude Finish Illuminating Powder* frá BOBBI BROWN er eitthvað semeg  er kolfallin fyrir. Það er silkimjúkt púður sem fer yfir farða og veitir fallega, ljómandi áferð en festir líka farðann. Fæst í Hagkaup Smáralind og Lyf&Heilsu Kringlunni – minni á að það eru TAX FREE dagar í Hagkaup þessa dagana!
  7. Það sem ég elska Fix+ spreyið frá MAC! Það eru komnar nokkrar nýjar útgáfur í búðir með mismunúandi ilmum sem gerir það enn meira djúsí, en upprunalega spreyið er enn í algjöru uppihaldi hjá mér. Það er í raun hægt að nota það í hvað sem; undir farða, yfir farða og til að bleyta upp í augnskuggum. Fæst í verslunum MAC Kringlunni og Smáralind
  8. Heavy Metal Glitter Eyeliner* frá Urban Decay setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að sparilegum förðunum og eru ótrúlega skemmtileg, bæði notuð sem eyeliner og yfir augnskugga. Fæst í völdum verslunum Hagkaupa og völdum apótóekum – minni á að það eru TAX FREE dagar í Hagkaup þessa dagana!
  9. Síðast en ekki síst þá er það kremið sem ég nota á hverjum degi undir farða og er sko ekki verra í árshátíðarförðunina! Glowstarter* kremið frá Glamglow er rakabomba fyrir húðina og veitir ótrúlega góðan ljóma, ásamt því að mér finnst að þegar maður nærir húðina vel fyrir farðann þá helst allt betur á.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is