Færslan er ekki kostuð – stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf

Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir, þá er ég menntuð sem förðunarfræðingur og starfa einnig við fagið. Ég er ekki mikið að sýna farðanir á sjálfri mér en geri það þó einstaka sinnum og langaði að deila með ykkur þessari einföldu hversdagsförðun, en þessi förðun er eitthvað sem ég gríp mikið til og svokallað “go to” lúkk hjá mér. Ef ég ætti að kalla hana eitthvað þá væri það létt smokey, en ég elska að leika mér með blýanta og dreifa úr þeim svo þeir séu smá „smudged.“ Svo nóg af maskara!

Skref fyrir skref

Húð

Ég byrjaði að fara yfir húðina með uppáhalds primernum mínum; Backlight Priming Filter* frá BECCA Cosmetics. Hann gefur fallegan ljóma og undirbýr húðina vel. Þar á eftir bar ég All Hours* farðann frá YSL á alla húðina (létt lag þar sem að hann hefur mikla þekju) og setti Line Smoothing Concealer frá Clinique undir augu og á dökka/rauða bletti. Ég skyggi mig alltaf örlítið með Contour Kit frá Anastasia Beverly Hills, set kinnalit frá MAC í litnum Copper Tone fremst í linnarnar og örlítinn Opal highlighter frá BECCA Cosmetics ofan á kinnbein.

Augu

Augun eru tiltölulega einföld, enda þurfa þau að vera það þegar ég hef mikið að gera. Ég nota augnskugga frá Anastasia Beverly Hills og blanda litnum Buon Fresco í glóbuslínuna fyrir mjúka skyggingu. Því næst dýpka ég skygginguna með lit sem heitir Hot Chocolate (set hann líka fyrir neðan augu) og set litinn Glisten innarlega á augnlokið til að opna augun meira. Ég set svo augnblýantinn Coffee frá MAC við efri og neðri augnhár og dreifi úr honum með stífum bursta. Því næst set ég nóg af Troublemaker* maskaranum frá Urban Decay!

Varir

Ég blandaði saman varablýantinum Dervish og varalitnum Mmmmmm* (úr línu Nicki Minaj) frá MAC til að gera fallegan og náttúrulegan lit.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is