Færslan er unnin í samstarfi við BOBBI BROWN á Íslandi og vörurnar voru fengnar að gjöf 

Ég veit ekki með ykkur, en ég pakka nær aldrei fullum stærðum af snyrtivörum þegar ég fer erlendis eða í ferðalag innanlands. Ég vil helst að hlutirnir taki sem minnst pláss og því reyni ég að nýta ferðastærðir, prufur og lítil prufubox til að setja krem og þess háttar í svo að ég taki nú ekki heilan lager með mér í hvert skipti og endi í yfirþyngd á flugvöllunum.

Ferðastærðir í töskuna

BOBBI BROWN er eitt af mínum uppáhaldsmerkjum eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir og því varð ég ekkert lítið ánægð þegar þau fóru að framleiða sérstakar ferðastærðir eða „travel essentials“ af vinsælustu vörunum sínum sem auðvelt og fyrirferðarlítið er að taka með sér í snyrtitöskuna. Svo er þetta líka aðeins of krúttlegt!

Travel Essentials

Mig langar að segja ykkur aðeins frá vörunum sem ég fékk. Í fyrsta lagi var það Eye Opening Mascara sem er einn af mínum uppáhalds möskurum. Hann lengir og þykkir augnhárin virkilega vel og er æðislegur þegar maður vill smá „extra.“ Svo fékk ég Everything Mascara sem er geggjaður til daglegra nota. Báðir smita ekki og eru alveg óhættir í hita og sólarlöndum.

Húðin mín þarf alltaf mikinn raka og Vitamin Enriched Face Base kemur sér því ótrúlega vel eftir flugið og í ferðalaginu. Það stútfyllir húðina af vítamínum og raka.

Maskatríóið í ferðastærð er algjör snilld, en ég vil alltaf setja á mig maska að minnsta kosti einu sinni yfir hvert ferðalag til að dekra við mig. Maskarnir eru Instant Detox (djúphreinsun), Skin Nourish (raki) og Radiance Boost (hreinsun og endurnýjun; minn uppáhalds!). Þeir eru hver frábærir á sinn hátt og innihalda mikla virkni.

Það þarf að vera með góðan farðahreinsir í töskunni og Instant Long-Wear Makeup Remover fjarlægir allan farða á áhrifaríkan hátt og ertir ekki.

Ég mæli með að þið kynnið ykkur ferðapakkningarnar frá BOBBI BROWN áður en þið farið næst í fríið eða bara ef þið viljið prófa vörurnar áður en þið fjárfestið í fullri stærð. Vörurnar fást í Lyf&Heilsu Kringlunni, Hagkaup Smáralind og Make Up Gallery Akureyri.

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna 

 

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is