Nú eru Grammy verðlaunin í fullum gangi og að sjálfsögðu fer ykkar kona strax að velta förðunum fyrir sér. Mig langar að nýta tækifærið hér og sýna ykkur mínar uppáhalds!

Lady Gaga var nokkrum númerum of flott með tryllta cat-eye förðun með sterkum eyeliner og bleiku ívafi.

Bebe Rexha var förðuð af einum þeim færasta í dag; Mario Dedivanovic en hann notaðist við bleikan augnskugga og alla áherslu á efri hluta augans.

Cardi B var truflað flott með gyllta og ferskju augnförðun og glossaðar varir.

Chrissy Teigen ljómaði með brúntóna smokey förðun og sólkyssta húð.

Camilla Cabeo var með klassískt lúkk; svartan eyeliner og ljósa skyggingu, en húðin var sérstaklega falleg.

P!nk hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, enda erum við báðar miklar strákastelpur. Ég elska hvað förðunin rammar augun fallega inn og er pöruð með nude vörum.

Alessia Cara var förðuð eins og ég fíla best; brún-og bronstóna smokey í fallegri skyggingu og hlutlausar varir.

Rita Ora er alltaf elegant og flott en ég elskaði ljósu, glossuðu augnlokin og vínrauðu varirnar!

Eve er alltaf ótrúlega svöl en var með mjúka augnförðun og fallegar, náttúrulegar varir.

Ég elska þetta lúkk! Sza skartaði gylltri augnförðun, frísklegum kinnum og glossuðum vörum.

Heidu Klum var glæsileg með brúntóna, dökkt smokey, örlítið ljóst í innri krókunum og nude varir.

Blágrænn er augljóslega kominn aftur! Hailee Steinfeld var ótrúlega falleg með sægrænt smokey og náttúrulegar, burstaðar augabrúnir.

Janelle Monae var töff með fallega, bronsaða skyggingu á augnlokinu og grænan augnskugga/blýant fyrir neðan.

Miley Cyrus var falleg með hlutlausa, fjólutóna augnmálningu og bleikar varir en áherslan var á fallegri húð.

Anna Kendrick er ekki bara fyndin og hæfileikarík heldur líka falleg! Hér er hún með plómutóna smokey með smá cat eye fíling og ljósbleikar varir.

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is