Ég elska að kynna mér förðunartrendin fyrir hvert tímabil og 2018 virðist ætla að verða einstaklega spennandi með nýjum litum og áherslum. Fyrir mér minnir það pínulítið á tímabilið 2006-2010 þar sem að sterkir litir og glamúr ríktu bæði í augnskuggum, lituðum möskurum og blýöntum ásamt fallegum sólkysstum ljóma sem gægist inn með vorinu. Svo finnst mér dálítið gaman að sjá mikið af svörtum eyeliner en ég hef persónulega aldrei sagt skilið við hann. Hvíti eyeliner-inn sem var ríkjandi upp úr aldamótunum mætir einnig aftur.

Farðanirnar léttast auðvitað með vorinu og verða aftur dekkri næsta haust eins og venjan er. Aðalmálið er svo að hugsa vel um húðina miðað við árstíma og nota réttu vörurnar svo að hún sé sem fallegust.

Mikill maskari

Dior
3605971583889_troublemaker_mascara
Marc Jacobs Beauty Velvet Noir Mascara
bb_prod_EETT_415x415_0

Eitt uppáhalds trendið mitt þetta árið sem ég mun nota óspart! Best er að nota margar umferðir af maskara og leyfa augnhárunum að klessast örlítið eins og sést á SS18 sýningunni hjá Dior.

Vörur í verkið: Marc Jacobs Beauty Velvet Noir Mascara (Sephora) – Urban Decay Troublemaker Mascara (Hagkaup Smáralind & Kringlan) – BOBBI BROWN Eye Opening Mascara (Hagkaup Smáralind/Lyf&Heilsa Kringlan) 

Duochrome augnskuggi

e917b1321d81945fcdd979f3616fcfd3
ombretto-refill-absinthe
0d7fb904edfda90d09fdc7687d7657e1
3605970885458_moondust_solstice_alt1

Þetta trend hefur verið í gangi í smá tíma núna en mun tröllríða öllu næstu misseri. Ég mæli með að þið fjárfestið í fallegum „duochrome“ augnskugga, en þeir breyta um lit eftir ljósi og sjónarhorni. Fáránlega fallegt og auðvelt.

Vörur í verkið: NABLA Eyeshadow/Absinth (Nola) – Urban Decay Moondust Eyeshadow/Solstice (Hagkaup Smáralind & Kringlan)

Glossaðar varir

ff792c7b520a9ae0b5b13893b3e30655
rouge-coco-gloss-moisturising-glossimer-722-noce-moscata-55g.3145891567229
bfa8c34502fd97009438e7c72df1b4d6
31tmEy8BEVL._SY450_

Ég ætla að gefa mér tíma í að fagna þessu eins og enginn sé morgundagurinn! Ég hef ALLTAF verið meira fyrir glossaðar varir og því verið eins og álfur út úr hól undanfarin ár þegar allt kvenfólk kaus að vera með fljótandi, matta varaliti. Nú er minn tími kominn og ég get snúið mér samviskusamlega að varaglossasafninu mínu.

Vörur í verkið: Chanel Rouge Coco Gloss/722 (Hagkaup & valin apótek) – MAC Lipglass/C-Thru (verslanir MAC Kringlunni & Smáralind) 

Gylltur ljómi

image
fenty-beauty-rihanna-killawatt-freestyle-highlighter-trophy-wife-1513277064
screen-shot-2017-12-14-at-1-07-02-pm-1513277098
bca046_becca_shimmeringskinperfectorpoured_proseccopop_1560x1960-285ol

Fallegur ljómi setur punktinn yfir i-ið, en í ár færist hann úr kampavíns- og köldum tónum yfir í gylltara útlit.

Vörur í verkið: BECCA Shimmering Skin Perfector/Prosecco Pop (Hagkaup Smáralind & Kringlunni og Lyf&Heilsu Kringlunni) – Fenty Beauty Killawatt Freestyle Highlighter/Trophy Wife (Sephora)

 Hvítur eyeliner

029177A6-A0FC-480D-999A-FD814BEEB483
6D971545-7F97-46F5-9E62-8C0FFE10CA31
makeup-trends-biagiotti-bbt-s18-003-1512388868

Þetta trend var örlítið að skríða inn á síðasta ári, en hver man ekki eftir “Tipp-Ex” linernum? Ef þetta er notað rétt getur útkoman orðið verulega skemmtileg!

Vörur í verkið: MAC Eye Kohl/Fascinating (MAC Kringlan & Smáralind)

Glimmer augu

stella-jean-bbt-s18-003-1512388920
stila
Journe Spring Summer 18
E69103E6-7710-4F32-A307-BFE636E367B1

Eins og sást á SS18 hjá Stella Jean og Journe er sannkölluð gósentíð í förðunum þetta árið! Ég elska flott glimmer til að poppa upp augun, en það er ótrúlega flott að setja það í miðju augnloksins eða í innri krókana.

Vörur í verkið: Stila Magnificent Metals Glitter & Glow Liquid Eye Shadow (Sephora) – Urban Decay Heavy Metal Glitter Eyeliner (Hagkaup Smáralind & Kringlunni) 

Svartur eyeliner

A48831AD-80A1-4C98-9512-227B9D1A9F8F
abh-darkside-waterproof-gel-liner
screen-shot-2017-12-14-at-1-48-42-pm-1513277338
8b78b6790ad74db6bfc8740c3cd7805f

Ég elska þetta lúkk! Smá 90’s grunge fílingur sem gefur skemmtilegt yfirbragð eins og var sýnt á SS18 sýningunni hjá Marc Jacobs. Ég er ekki frá því að 16 ára rokkarinn í mér hafi glaðst mikið yfir þessu trendi.

Vörur í verkið: Anastasia Beverly Hills Darkside Waterproof Gel Liner (Nola) – MAC Pro Longwear Fluidline/Blacktrack (MAC Kringlunni & Smáralind)

Gimsteinar

1020
strass_39011_0
83b5f2a548f7122c2e850b6b24f5f5a6
kiko-flag-glam-body-jewels

Fyrir nokkrum árum hefði mig ekki órað fyrir því að þeir myndu láta sjá sig aftur, en mikið er það gaman! Á SS18 sýningunni hjá Jeremy Scott mátti sjá fyrirsæturnar skarta mínimalískri förðun með fallegum steinum límdum á fyrir neðan augun. Persónulega mæli ég með að aðrir hlutar farðaninnar séu frekar hlutlausir ef þú ætlar að notast við steina.

Vörur í verkið: Make Up Forever Strass (Make Up Forever búðir erlendis)- Kiko Cosmetics Face Make Up Jewels (Kiko búðir erlendis) 

Þið finnið mig á Instagram undir @gunnybirna

Gunnhildur Birna

Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er 31 árs förðunarmeistari, ásamt því að vera stofnandi og ritstjóri Pigment.is. Hún er einnig flugfreyja, sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur, kærasta og hundamamma.

Instagram @gunnybirna Snap: gunnhildurb
Vantar þig förðunarráðgjöf, förðun eða vilt koma á námskeið? Sendu mér póst á gunnhildur@pigment.is